Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.
2.Skýrsla Skólaþings sveitarfélaga 2017 - 2018010031
Lögð fram skýrsla skólaþingsins sveitafélaga 2017, með samandregnum niðurstöðum umræðna um þær spurningar sem til umfjöllunar voru á þinginu.
Fræðslunefnd þakkar áhugaverða skýrslu.
3.Reiknilíkan fyrir leikskóla Ísafjarðarbæjar - 2017120066
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs er varðar nýtt reiknilíkan fyrir leikskólana í Ísafjarðarbæ. Sviðsstjóra var falið á fræðslunefndarfundi 4. janúar sl. að skoða kostnaðaraukningu ef börnum verði fækkað á hvert stöðugildi starfsmanna.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykkir framlagt reiknilíkan sem rammar inn það starf og úthlutun stöðugilda sem er nú í gildi í leikskólum. Jafnframt leggur fræðslunefnd til að fjöldi barna á starfsmann verði endurskoðaður sérstaklega með yngstu börnin í huga.
4.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048
Kynnt staðan á vinnu við endurskoðun skólastefnu Ísafjarðarbæjar.
Áfram verður unnið að endurskoðun skólastefnu Ísafjarðarbæjar hjá skóla- og tómstundasviði og stýrihópi.
Gestir
- Þormóður Logi Björnsson skólastjóri - mæting: 08:54
Í stýrihópi vegna endurskoðunar skólastefnu Ísafjarðarbæjar sitja Jóna Benediktsdóttir, skólastjóri, Þormóður Logi Björnsson, skólastjóri, Svava Rán Valgeirsdóttir, leikskólastjóri, Sveinbjörn Magnason, foreldri, Bragi R Axelsson, fulltrúi úr fræðslunefnd og Martha Kristín Pálmadóttir, fulltrúi úr fræðslunefnd.
Fundi slitið - kl. 09:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda, Bryndís Gunnarsdóttir, fulltrúi kennara og Catherine Chambers, fulltrúi foreldra leikskólabarna.