Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
385. fundur 07. desember 2017 kl. 08:05 - 08:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
  • Sigurður Jón Hreinsson varamaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Fundinn sitja undir málefnum grunnskóla: Jóna Benediktsdóttir fulltrúi skólastjórnenda, Kristín Björg Jóhannsdóttir og Laufey Eyþórsdóttir fulltrúar kennara. Helga Björk Jóhannsdóttir fulltrúi leikskólastjórnanda og Bryndís Gunnarsdóttir fulltrúi kennara.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Skólamál á Flateyri - 2016110039

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem fram kemur ósk starfshóps um skólamál á Flateyri um að sameina leikskólann og grunnskólann.
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar tekur undir með samráðshópi um leik- og grunnskólastarf á Flateyri og telur fagleg rök og hagsmuni nemenda, kennara, annars starfsfólks sem og íbúa Flateyrar mæla með því að umræddir skólar verði sameinaðir í eina stofnun. Samkvæmt fyrirætlunum samráðshópsins mun álit hans á húsnæðismálum sameinaðs skóla liggja fyrir í lok vorannar 2018.

Gestir

  • Unnur Björk Arnfjörð skólastjóri leik- og grunnskóla Önundarfjarðar, var í símasambandi - mæting: 08:15

3.Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2017-2018 - 2017090074

Lagðar fram starfsáætlanir Grunnskólans á Þingeyri og Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2017-2018
Fræðslunefnd þakkar fyrir framkomnar skýrslur og áætlanir.

4.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Staða vinnu við endurskoðun skólastefnu Ísafjarðarbæjar kynnt.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs áframhaldandi vinnu við að vinna úr þeim hugmyndum sem fram hafa komið á þeim fundum sem haldnir hafa verið í öllum kjörnum Ísafjarðarbæjar.
Jóna Benediktsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Ísafirðri færði nefndarmönnum og áheyrnafulltrúum segul að gjöf frá nemendum í Grunnskólanum á ísafirði með áletruninni "netið gleymir engu, hugsum áður áður en við póstum"

Fundi slitið - kl. 08:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?