Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Fundinn sátu undir málefnum grunnskóla: Jóna Benediktsdóttir fyrir hönd skólastjórnenda og Sveinbjörn Magnason fyrir hönd foreldra. Fulltrúi foreldra leikskólabarna var Þórarinn Gunnarsson.
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.
2.Skýrsla Tónlistarskóla Ísafjarðar skólaárið 2016-2017 - 2017110035
Lögð fram skýrsla um starf Tónlistarskóla Ísafjarðar skólaárið 2016-2017.
Fræðslunefnd þakkar fyrir góða skýrslu.
Gestir
- Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri TÍ var í símasambandi við fundarmenn - mæting: 08:10
3.Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2017-2018 - 2017090074
Lögð fram starfsáætlun Grunnskólans á Ísafirði fyrir skólaárið 2017-2018
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinagóða áætlun.
4.Bókun 1 í kjarasamningi FG - 2017040053
Lagður fram tölvupóstur Bjarna Ómars Haraldssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 6. nóvember sl., ásamt lokaskýrsla samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara sem er samantekt á niðurstöðum byggðar á lokaskýrslum sveitarfélaga og umbótaáætlunum grunnskóla vegna úrvinnslu þeirra á bókun 1.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 944. fundi sínum, 13. nóvember sl., og vísaði til fræðslunefndar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 944. fundi sínum, 13. nóvember sl., og vísaði til fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.
5.Innheimtureglur leikskólanna - 2017110028
Kynnt minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa, er varðar innheimtureglur leikskóla Ísfjarðarbæjar.
Fræðslunefnd gerir breytingar í samræmi við umræður á fundinum.
Fundi slitið - kl. 08:55.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?