Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
382. fundur 07. september 2017 kl. 08:30 - 08:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættir áheyrnafulltrúar fyrir grunnskólamál: Jóna Benediktsdóttir, fulltrúi skólastjóra og Sveinbjörn Magnason, fulltrúi foreldra. Bryndís Birgisdóttir, fulltrúi kennara, boðaði forföll.
Mættir fulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Lísbet Harðardóttir, fulltrúi foreldra mætti ekki og enginn í hennar stað.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Kynnt drög að áframhaldandi vinnu við endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar.
Kynnt var hver staðan er við endurskoðun skólastefnu Ísafjarðarbæjar og drög að áframhaldandi vinnu.

3.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla 2016-2017 - 2016070011

Lagðar fram ársskýrslur fyrir leikskólana Laufás á Þingeyri og Sólborg á Ísafirði fyrir skólaárið 2016-2017.
Fræðslunefnd þakkar fyrir góðar ársskýrslur leikskóla sem gefa góða innsýn í skólastarfið.

4.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla 2017-2018 - 2017060059

Lögð fram starfsáætlun fyrir leikskólann Tjarnarbæ á Suðureyri, fyrir skólaárið 2017-2018.
Fræðslunefnd þakkar fyrir vandaða og greinargóða starfsáætlun.

Fundi slitið - kl. 08:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?