Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
321. fundur 18. júní 2012 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar:Elfar Reynisson, fulltrúi kennara og Martha Lilja Marthensdóttir Olsen, fulltrúi foreldra. Magnús S. Jónsson, fulltrúi skólastjóra og María Valberg, fulltrúi kennara mættu ekki og enginn í þeirra stað.

1.Staða sérkennslu í grunnskólunum - 2012060034

Lagt fram minnisblað dagsett 12. júní 2012 frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, þar sem fram kemur hvernig sérkennslu er háttað í grunnskólum Ísafjarðarbæjar og einnig hvernig sérfræðiráðgjöf á Skóla- og tómstundasviði er háttað.

Fræðslunefnd þakkar greinargóð svör.

2.Skólamötuneyti - 2012040037

Lagt fram minnisblað dagsett 15. júní 2012 frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem fram koma hugmyndir að rekstri skólamötuneytis GÍ og hugmyndir að verði á matarskammti.

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að til reynslu verði ráðinn matreiðslumaður til eins árs og að því loknu verði metið hvor leiðin kemur betur út. Þá verði matseðlum breytt í átt að matseðlum leikskólanna og þeir samræmdir eins og hægt er.

Önnur mál:
a) Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs sagði frá því að Magnús S. Jónsson skólastjóri Grunnskólans á Suðureyri hefði sagt starfi sínu lausu. Staðan verður auglýst sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?