Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar: Bryndís Birgisdóttir kennari, Bryndís Gunnarsdóttir leikskólakennari
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Kynntur er verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og stöðu mála.
2.Skóladagatöl 2017-2018 - 2017050022
Lagt fram skóladagatal frá Grunnskólanum á Þingeyri fyrir skólaárið 2017-2018.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.
3.Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2016-2017 - 2016090084
Lagðar fram skýrslur frá Grunnskólanum á Þingeyri, Grunnskóla Önundarfjarðar, Grunnskólanum á Ísafirði og Grunnskólanum á Suðureyri fyrir skólaárið 2016-2017.
Fræðslunefnd þakkar fyrir velunnar framlagðar sjálfsmats- og ársskýrslur.
4.Skólapúlsinn, helstu niðurstöður 2017-2019 - 2017060041
Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs dagsett 16. júní 2017. Um niðurstöður skólapúlsins í grunnskólum, vor 2017.
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar og tekur undir með skólastjórnendum að foreldra- og starfsmannakannanir verði gerðar annað hvert ár en nemendakannanir verða áfram á hverju ári.
5.Stillum saman strengi - 2014110015
Lögð fram skýrsla um stöðu mála í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar vorið 2017.
Fræðslunefnd þakkar áhugaverða samantekt.
6.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla 2017-2018 - 2017060059
Lagðar fram starfsáætlanir fyrir leikskólana Eyrarskjól og Sólborg á Ísafirði, Laufás á Þingeyri og Grænagarð á Flateyri, fyrir skólaárið 2017-2018
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóðar starfsáætlanir.
Fundi slitið - kl. 09:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?