Fræðslunefnd
1.Skóladagatöl 2012-2013 - 2012060006
Lagt fram til kynningar.
2.5 vikna sumarlokun - 2012030054
Lagt fram til kynningar.
3.Fréttabréf - 2012030049
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóð fréttabréf.
4.Skóladagatöl 2012-2013 - 2012040035
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatöl Grunnskólans á Suðureyri, Grunnskóla Önundarfjarðar og Grunnskóla Þingeyrar fyrir skólaárið 2012-2013.
5.Skólamötuneyti - 2012040037
Fræðslunefnd leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar og kallar eftir nánari upplýsingum um kostnað, annars vegar vegna þess ef fenginn yrði verktaki og hins vegar ef ráðinn yrði starfsmaður. Fram þarf að koma heildarkostnaður og kostnaður á máltíð, þannig að það sjáist að gæðaviðmiðum er haldið og hver sé kostnaðarmismunur við hvora aðferð.
6.Jafnréttisáætlun - 2010050008
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.
7.Skólavogin - 2011100063
Fræðslunefnd leggur til að Ísafjarðarbær taki þátt í skólavoginni.
8.Stuðningsfulltrúar veturinn 2012-2013 - 2012060012
Fræðslunefnd samþykkir óskina um 7,5 stöðugildi stuðningsfulltrúa skólaárið 2012-2013 í Grunnskólanum á Ísafirði.
a) Martha Lilja Marthensdóttir Olsen spurðist fyrir um ráðningu skólastjóra á Flateyri og hvort að sú ráðning hefði ekki átt að fara fyrir fræðslunefnd. Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs fór yfir hvernig ráðningarferlið var og gerir jafnframt grein fyrir því að e
Fundi slitið - kl. 16:00.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: María Valberg og Elfar Reynisson, fulltrúar kennara og Martha Lilja Marthensdóttir Olsen, fulltrúi foreldra. Magnús S. Jónsso