Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar sem sitja fundinn eru Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri og Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri.
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Kynntur verkefnalisti fræðslunefndar.
Gert var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og stöðu þeirra.
2.Niðurstöður Rannsóknar og greiningar 2017 - 2017050040
Lögð fram skýrslan Hagir og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ. Gögnin sem þessi skýrsla byggir á eru fengin úr viðamikilli könnun Rannsókna & greiningar sem var lögð fyrir alla nemendur í 5. til 7. bekk grunnskóla á Íslandi í febrúar árið 2017.
Fræðslunefnd þakkar skýrsluna og er ánægð með þær niðurstöður sem hún sýnir.
3.Skóladagatöl 2017-2018 - 2017050022
Kynnt skóladagatöl frá Grunnskólanum á Ísafirði, Grunnskólanum á Þingeyri, Grunnskólanum á Suðureyri og Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2017-2018.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Grunnskólans á Ísafirði, en frestar afgreiðslu skóladagatala hinna skólanna. Fræðslunefnd þakkar fyrir þær upplýsingar sem fram koma í bréfi frá skólastjóra Grunnskóla Önundarfjarðar.
4.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048
Kynnt skipulag á endurskoðun skólastefnu Ísafjarðarbæjar.
Vinnu verður haldið áfram.
5.Skóladagatal 2017-2018 - 2017050001
Lögð fram skóladagatöl frá leikskólunum Laufási á Þingeyri, Grænagarði á Flateyri, Sólborg og Eyrarskjóli, fyrir skólaárið 2017-2018.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatölin.
Fundi slitið.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?