Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Fundinn sátu undir grunnskólamálum, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjórnenda. Undir málefnum leikskóla sátu fundinn Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda og Bryndís Ósk Jónsdóttir sem fulltrúi foreldra.
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.
2.Skóladagatal 2016-2017 - 2016040002
Lagt fram skóladagatal fyrir skólaárið 2016-2017 frá Grunnskólanum á Þingeyri.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatal Grunnskólans á Þingeyri
3.Fréttabréf grunnskóla 2015-2016 - 2015090015
Lagt fram fréttabréf frá Grunnskólanum á Ísafirði.
Fræðslunefnd þakkar fyrir fróðlegt og skemmtilegt fréttabréf.
4.Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2015-2016 - 2016070015
Lagðar fram ýmsar skýrslur grunnskóla. Frá Grunnskólanum á Ísafirði: sjálfsmatsskýrsla og ársskýrsla fyrir skólaárið 2015-2016 og símenntunaráætlun og starfsáætlun fyrir skólaárið 2016-2017. Frá Grunnskóla Önundarfjarðar: árs- og sjálfsmatsskýrsla fyrir skólaárið 2015-2016. Frá Grunnskólanum á Suðureyri: ársskýrsla fyrir skólaárið 2015-2016 og umbótaáætlun. Frá Grunnskólanum á Þingeyri: sjálfsmats- og ársskýrslur fyrir skólaárið 2015-2016.
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóðar starfsáætlanir og skýrslur.
5.Móðurmálskennsla fyrir börn innflytjenda - 2016070014
Lögð fram lokaskýrsla vegna styrks úr Þróunarsjóði innflytjendamála
,,Móðurmálskennsla fyrir börn innflytjenda" Markmið verkefnisins var m.a. til að styrkja nemendur faglega í móðurmáli sínu og um leið að þroska með þeim félagslegan styrk og sjálfstraust sem fullgildir meðlimir íslensks samfélags.
,,Móðurmálskennsla fyrir börn innflytjenda" Markmið verkefnisins var m.a. til að styrkja nemendur faglega í móðurmáli sínu og um leið að þroska með þeim félagslegan styrk og sjálfstraust sem fullgildir meðlimir íslensks samfélags.
Fræðslunefnd þakkar fyrir frumkvæðið og vill að leitað verði leiða til halda áfram með verkefnið.
6.Ábending til skólanefnda. - 2016050052
Lagt fram bréf frá Velferðarvaktinni til sveitarstjórna, skólanefnda, skólaskrifstofa og skólastjóra, þar sem hvatt er til að leggja kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa barna af eða halda henni í lágmarki.
Eins og kemur fram í bréfinu þá er kostnaði foreldra barna í Ísafjarðarbæ haldið í lágmarki.
7.Þjónusta talmeinafræðings. - 2016070027
Lögð fram drög að verklagsreglum er varða þjónustu talmeinafræðings við börn, foreldra og starfsmenn leik- og grunnskóla í Ísafjarðarbæ.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við reglurnar.
8.Skóladagatal 2016-2017 - 2016030044
Lagt fram skóladagatal Leikskólans Sólborgar .
Fræðslunefnd vill að sameinaðir séu tveir hálfir fundardagar í einn heilan í apríl.
9.Skóladagatal 2016-2017 - 2016030044
Ósk um breytingu á skóladagatali leikskólans Laufáss.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við breytingarnar á skóladagatalinu.
10.Starfsáætlanir leikskóla 2016-2017. - 2016070011
Lagðar fram starfsáætlanir leikskólanna Tjarnarbæjar, Laufáss og Eyrarskjóls fyrir skólaárið 2016-2017.
Lagt fram til kynningar.
11.Gæðamat og -þróun Hjallastefnunnar starfsárið 2016 - 2016060095
Lagt fram gæðamat og þróun Hjallastefnunnar á leikskólanum Eyrarskjóli.
Fræðslunefnd þakkar innsent erindi.
12.Framtíðarsýn í dagvistarmálum Ísafjarðarbæjar. - 2013010070
Staða dagvistarmála.
Farið var yfir stöðu mála í dagvistarmálum.
13.Listaskóli Rögnvaldar 2016 - 2016070013
Lögð fram ársskýrsla 2015-2016 frá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, sjálfsmatsskýrsla og drög að jafnréttisáætlun. Einnig er lagður fram nemendalisti 2015-2016 ásamt skóladagatali LRÓ fyrir skólaárið 2016-2017.
Fræðslunefnd þakkar fyrir skýrsluna.
Gestir
- Margrét Gunnarsdóttir skólastjóri Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar - mæting: 09:25
Fundi slitið - kl. 09:35.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?