Fræðslunefnd
1.Beiðni um aukningu á stöðugildum - 2012030004
Fræðslunefnd samþykkir aukningu á stöðugildum um 0,75 fram að sumarlokun.
2.Starfsmarkmið 2011-2012 - 2012030048
Lagt fram til kynningar og fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að vinna að drögum að sniði fyrir starfsmarkmið.
3.5 vikna sumarlokun - 2012030054
Eftirfarandi dagsetningar eru lokanir leikskólanna sumarið 2012: Laufás Þingeyri: 9. júlí - 13. ágúst Grænigarður Flateyri: 13. júlí - 17. ágúst Tjarnarbær Suðureyri: 12. júlí - 15. ágúst Eyrarskjól Ísafirði: 2. júlí - 3. ágúst Sólborg Ísafirði: 16. júlí - 17. ágúst Eyrarskjól og Sólborg skarast um 3 vikur sem báðir leikskólarnir eru lokaðir. Foreldrar geta flutt börnin á milli leikskóla eins og undanfarin ár ef lokunin í þeirra skóla hentar ekki. Það er gert fyrir þá sem þurfa, þ.e. fyrir þá foreldra sem geta ekki tekið frí þegar leikskóli barns þeirra lokar. Það fer starfsmaður með þeim börnum sem vilja flutning, það hefur alltaf gengið mjög vel þessi flutningur, þó hafa mjög fá börn nýtt sér þetta á hverju ári, ca. 1-4 börn undanfarin ár. Fleiri sveitarfélög hafa ákveðið að loka í 5 vikur í sumar og má þar nefna t.d.: Árborg, Skagaströnd, Grindavík og Hafnarfjörð. Í öllum þessum sveitarfélögum taka börnin frí í 5 vikur. Með því að loka leikskólunum í 5 vikur er hægt að fara langt með að uppfylla það frí sem starfsfólk leikskólanna á. Á stærri leikskólunum hefur þurft nálægt einu stöðugildi til að dekka sumarfrí sem fólk er að taka allt árið. Með þessu móti er hægt að minnka stöðugildi afleysingar og hefur það nú þegar verið gert. Kostnaðarlækkun sem af þessu hlýst er ca. 5.500.000.-
4.Staða skólastjóra - 2012030051
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að auglýst verði eftir einum skólastjóra til að stýra leik - og grunnskólanum á Flateyri, þessi tilhögun verði tekin til endurskoðunar innan þriggja ára. Benedikt Bjarnason lætur bóka hjásetu sína.
5.Skýrslur grunnskóla 2012 - 2012010077
Fræðslunefnd þakkar fyrir skýrsluna og telur hana til fyrirmyndar.
6.Eurydice upplýsingarit - 2011080046
Lagt fram til kynningar.
7.Ályktun kirkjuþings 2011 um trúmál í skólum - 2012030052
Lagt fram til kynningar.
8.Fréttabréf - 2012030049
Lagt fram til kynningar.
9.Ábyrgð og aðgerðir - þverfræðileg rannsókn á einelti - 2012010065
Lagt fram til kynningar.
10.Almenningssamgöngur 2012-2016 - 2012020018
Sviðsstjóra falið að gera athugasemdir við tímatöflu og fjölda ferða í samræmi við umræður á fundinum.
11.Starfsmarkmið skólaárið 2011-2012 - 2012030043
Lagt fram til kynningar og starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs falið að vinna að drögum að sniði fyrir starfsmarkmið.
12.Fundargerð skólaráðs - 2012030050
Fræðslunefnd felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að skoða málið og taka m.a. tillit til bréfs sem foreldrafélag GÍ hefur sent Ísafjarðarbæ.
13.Greinagerð um viðmið og mat á kennslumagni - 2011100088
Fræðslunefnd felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að svara bréfinu.
a) Ólöf Hildur Gísladóttir óskaði eftir upplýsingum um hver staðan væri í sérkennslumálum í grunnskólum Ísafjarðarbæjar, þ.e. að hvernig er staðið að sérkennslu, hver er þörfin og hvernig henni er sinnt.
b) Benedikt Bjarnason spurðist fyrir um niðurgreiðslu á skólamáltíðum næsta vetur. Sv
Fundi slitið - kl. 18:00.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Magnús S. Jónasson, fulltrúi skólastjóra, María Valberg fulltrúi kennara, Elfar Reynisson fulltrúi kennara og Martha Lilja Mart