Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Fundinn sátu undir grunnskólamálum, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjórnenda, Árný Herbertsdóttir og Bryndís Birgisdóttir sem fulltrúar kennara. Undir málefnum leikskóla sátu fundinn Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda og Bryndís Ósk Jónsdóttir, fulltrúi foreldra.
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.
2.Skóladagatal 2016-2017 - 2016040002
Lagt fram skóladagatal frá Grunnskólanum á Suðureyri fyrir skólaárið 2016-2017 .
Lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatalið.
3.Heilsa og lífskjör skólanema á Íslandi í alþjóðlegum samanburði. - 2016050088
Lögð fram skýrsla um rannsóknina "Heilsa og lífskjör skólanema", sem er íslenskur hluti alþjóðlegs verkefnis sem unnið er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og nefnist Health Behaviour in School-aged Children (HBSC).
Lögð fram til kynningar skýrsla um rannsóknina "Heilsa og lífskjör skólanema". Fræðslunefnd bíður eftir ýtarlegri gögnum um svæðið til frekari skoðunar.
4.Ferð læsisráðgjafa til Ísafjarðarbæjar - 2015120021
Lögð fram skýrsla um heimsókn læsisráðgjafa í Ísafjarðarbæ í apríl 2016.
Lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd þakkar ráðgjöfunum fyrir gagnlega fundi.
5.Skóladagatal 2016-2017 - 2016030044
Lagt fram skóladagatal frá leikskólanum Grænagarði á Flateyri, fyrir skólaárið 2016-2017 .
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatalið.
6.Erindi sem varðar leikskólamál - 2016050099
Lagt fram bréf frá foreldri er varðar leikskólamál.
Fræðslunefnd finnst mikilvægt að samræmis sé gætt við skipulagningu skipulagsdaga. Starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs falið að svara bréfinu.
7.Bréf til bæjarstjórnar varðandi dagvistunarmál - 2016050050
Lagt fram bréf og niðurstöður skoðanakönnunar, til bæjarstjórnar frá hluta af foreldrum leikskólabarna á leikskólanum Eyrarskjóli fædd 2011.
Fræðslunefnd hefur móttekið erindi hluta foreldra leikskólabarna á leikskólanum Eyrarskjóli fæddum 2011. Fræðslunefnd þakkar innlegg í þá vinnu sem í gangi er.
8.Framtíðarsýn í dagvistarmálum Ísafjarðarbæjar. - 2013010070
Staða dagvistarmála og framtíð hennar rædd.
Fræðslunefnd hefur lagt nokkra vinnu í að greina stöðu og möguleika í málefnum leikskóla með það fyrir augum að móta framtíðarsýn í leikskólamálum í Skutulsfirði. Með vinnuskjali skilar fræðslunefnd málinu til bæjarráðs til frekari úrvinnslu.
Fundi slitið - kl. 09:35.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?