Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.
2.Fréttabréf grunnskóla 2015-2016 - 2015090015
Lagt fram fréttabréf frá Grunnskólanum á Ísafirði
Fræðslunefnd þakkar fróðlegt og skemmtilegt fréttabréf.
3.Ábending til skólanefnda. - 2016050052
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, efni þess er ábending til skólanefnda um kostnað vegna námsgagna.
Nefndin vekur athygli á að Ísafjarðarbær útvegar nú þegar ritföng fyrir nemendur.
4.Niðurstöður Rannsóknar og Greiningar 2016 - 2016050044
Lýðheilsa ungs fólks í Ísafjarðarbæ. Lagðar fram niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2016.
Lagt fram til kynningar. Áframhaldandi vinna er í höndum starfsmanna.
5.Verklagsreglur til að geta útskrifast úr grunnskóla áður en 10 ára skyldunámi er lokið. - 2016050056
Lögð fram drög að verklagsreglum vegna útskriftar nemenda sem óska eftir að útskrifast fyrr úr grunnskóla.
Lagt fram til kynningar. Unnið verður áfram með málið.
6.Sjálfsmatsskýrsla 2015-2016 - 2016050057
Lögð fram sjálfsmatsskýrsla Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir árið 2015-2016.
Fræðslunefnd þakkar fyrir skýrslu Grunnskóla Önundarfjarðar.
7.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047
Lögð fram gjaldskrá Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd leggur til að hækkun verði flöt í samræmi við aðrar hækkanir gjaldskrár.
8.Skóladagatal 2016-2017 - 2016030044
Lögð fram skóladagatöl frá leikskólunum Laufási á Þingeyri og Tjarnarbæ á Suðureyri, fyrir skólaárið 2016-2017.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatölin.
9.Framtíðarsýn í dagvistarmálum Ísafjarðarbæjar - 2013010070
Staða dagvistarmála og framtíð.
Frestað til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 09:27.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?