Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
365. fundur 17. mars 2016 kl. 08:05 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir
Dagskrá
Undir 4-8 lið sátu fundinn Kristín Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda og Bryndís Jónsdóttir fulltrúi foreldra.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Samtal við foreldrafélag - 2016030043

Farið yfir vinnuplagg.
Góðar umræður og unnið verður áfram að góðu samstarfi skóla, foreldra og samfélagsins í heild.

Gestir

  • Harpa Lind Kristjánsdóttir fulltrúi foreldrafélagsins

3.Fréttabréf grunnskóla 2015-2016 - 2015090015

Lagt fram fréttabréf frá Grunnskólanum á Ísafirði.
Fræðslunefnd þakkar fyrir fréttabréfið.

4.Niðurstöður Skólavogarinnar 2014-2016 - 2014080033

Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs fór yfir vinnugögn er lúta að niðurstöðum skólavogarinnar.
Farið yfir vinnuplagg.

5.Skóladagatal 2016-2017 - 2016030044

Lagt fram skóladagatal leikskólans Sólborgar fyrir skólaárið 2016-2017
Málinu frestað.

6.Dagvistarmál - 2013010070

Lagt fram minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur.
Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu og koma með ítarlegri gögn.

7.Trúnaðarmál - 2016030047

Lagt fram trúnaðarmál.
Eitt trúnaðarmál tekið fyrir sem fært var til bókar í trúnaðarmálabók og geymt í trúnaðarmálamöppu fræðslunefndar.

8.Umsókn um að gerast dagforeldri - 2016030038

Lögð fram greinargerð Margrétar Halldórsdóttur, þar sem Þórdís Magnúsdóttir kt. 210491-2879 sækir um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi hjá Ísafjarðarbæ. Starfsemin muni fara fram á heimili hennar að Brautarholti 7 Ísafirði.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið, en bendir á að ekki er búið að gera viðeigandi breytingar á bæjarmálasamþykkt. Málinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Guðrún vék af fundi undir þessum dagskrálið.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?