Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
317. fundur 01. febrúar 2012 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir 317. fundur fræðslunefndar
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Magnús S. Jónasson fulltrúi skólastjóra og Martha Lilja Marthensdóttir Olsen fulltrúi foreldra. Ólöf Oddsdóttir, fulltrúi kennara og Elfar Reynisson, fulltrúi kennara mættu ekki og enginn í þeirra stað.

Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla

1.Ályktun gegn niðurskurði í tónlistarskólum - 2011120024

Lögð fram ályktun frá Félagi tónlistarskólakennara, dagsett 6. desember 2011 þar sem ályktun sem samþykkt var á aðalfundi FT kemur fram. Þar segir meðal annars að aðalfundur félags tónlistarskólakennara lýsir yfir þungum áhyggjum af þróun tónlistarfræðslu í landinu vegna mikils niðurskurðar í tónlistarskólum allt frá árinu 2008 og varar eindregið við frekari niðurskurði.

Lagt fram til kynningar.

2.Framtíðarsýn í skólamálum - 2012010078

Lagt fram minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem kemur fram að leggja þarf grunn að nýjum samningi við Tónlistarfélag TÍ um rekstur skólans og jafnframt er þörf á að skilgreina markmið Ísafjarðarbæjar þar að lútandi.

Fræðslunefnd óskar eftir skýrslu frá Tónlistarfélagi Ísafjarðar þar sem fram komi staða tónlistarskólans og framtíðarsýn. Jafnframt er sviðsstjóra og formanni falið að undirbúa stefnumótun fræðslunefndar í þessum málum.

3.Greinagerð um viðmið og mat á kennslumagni - 2011100088

Lögð fram drög að úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar varðandi kennslustundaúthlutun í grunnskólum sveitarfélagsins.

Fræðslunefnd samþykkir drögin með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

4.Móttaka erlendra barna í grunnskóla Ísafjarðarbæjar - 2012010043

Lögð fram móttökuáætlun vegna erlendra barna í grunnskólum Ísafjarðarbæjar, þar sem kemur fram hvernig innritun og upplýsingagjöf skuli vera háttað þegar erlend börn hefja skólagöngu í skólum sveitarfélagsins.

Fræðslunefnd samþykkir áætlunina og óskar eftir að skjalið verði prófarkarlesið og síðan sent til skólastjórnenda og í framhaldi af því verður móttökuáætlunin birt á heimasíðu Ísafjarðarbæjar.

5.Skýrslur grunnskóla 2012 - 2012010077

Lögð fram drög að því hvað starfsáætlun, ársskýrsla, sjálfsmatsskýrsla og skólanámskrá grunnskóla á að innihalda.

Fræðslunefnd samþykkir drögin með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

6.Styrkir til sveitarfélaga vegna langveikra barna og barna með ADHD - 2010110008

Lagt fram bréf frá Velferðaráðuneyti dagsett 30. desember 2011 þar sem fram kemur að Ísafjarðarbæ standi til boða styrkur að fjárhæð 1.620.000 kr.vegna verkefnis sem ætlað er að auka þjónustu við langveik börn og börn með ADHD. Ísafjarðarbær þiggur styrkinn og verður hann nýttur til að kennarar geti fengið námskeið í ART sem er hugmyndafræði um að reiði eða árásarhegðun eigi sér margvíslegar orsakir og rannsóknir sýna að með því að vinna markvisst og samhliða með félagsþroskann, reiðina og
siðgæðisþroskann er hægt að kenna börnum og fullorðnum að temja sér reiðilaus samskipti.

Fræðslunefnd fagnar því að Ísafjarðarbæ hafi hlotnast þessi styrkur sem mun nýtast skólasamfélaginu vel.

7.Skólaskýrsla 2011 - 2012010076

Lögð fram skólaskýrsla frá hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2011 þar sem birtar eru tölulegar upplýsingar um skólamál og þær gerðar aðgengilegar fyrir sveitarstjórnarmenn, stjórnendur grunnskóla og aðra þá sem fylgjast vilja með þróun í skólamálum. Í skýrslunni er fjallað um leikskóla og grunnskóla.

Lagt fram til kynningar.

8.Framtíðarsýn í skólamálum - 2012010078

Lagt fram minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem fram kemur að setja þarf skýr og mælanleg markmið fyrir skólamál í Ísafjarðarbæ sem grundvallast eiga í nýrri skólastefnu sveitarfélagsins.

Fræðslunefnd felur sviðsstjóra að koma með samantekt af SVÓT greiningu sem gerð var við vinnslu nýrrar skólastefnu á næsta fund nefndarinnar.

9.Framtíðarsýn í skólamálum - 2012010078

Lagt fram minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem farið er yfir fjölda nemenda í grunnskólum í Ísafjarðarbæjar.

Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og formanni að eiga fund með hagsmunaðilum á Flateyri og leggja mat á stöðu skólamála.

Önnur mál:
a) Martha Lilja Marthensdóttir Olsen spurðist fyrir um stöðuna í mötuneytismálum stofnana sveitarfélagsins og benti á það sem Akureyri hefur verið að gera sem er að hafa sameiginlegan matseðil fyrir allar stofnanir og þá einnig sameiginleg innkaup. Fræðslunefnd leggur til að erindið verði

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?