Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
358. fundur 09. september 2015 kl. 08:00 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Trúnaðarmál - 2011120043

Lagt fram eitt trúnaðarmál.
Eitt trúnaðarmál tekið fyrir sem fært var til bókar í trúnaðarmálabók og geymt í trúnaðarmálamöppu fræðslunefndar.

3.Starfsáætlun 15-16 - 2015090025

Lögð fram starfsáætlun Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2015-2016.
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóða starfsáætlun Grunnskóla Önundarfjarðar.

4.Fréttabréf grunnskóla 2015-2016 - 2015090015

Lagt fram fréttabréf frá Grunnskólanum á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

5.Þjóðarsáttmáli um læsi - 2015080073

Lagðir eru fram tölvupóstar Gylfa J. Gylfasonar, verkefnastjóra í Menntamálaráðuneytinu, frá 21. og 24. ágúst sl. varðandi hugsanlega undirskrift þjóðarsáttmála um læsi sem áætlað er að fari fram hjá Ísafjarðarbæ 16. september n.k.
Lagt fram til kynningar.

6.Ársskýrslur 2014-2015 - 2015090003

Lagðar fram ársskýrslur leikskólanna Sólborgar og Laufáss fyrir árið 2014-2015.
Lagt fram til kynningar.

7.Ósk um aukningu á stöðugildum Sólborg - 2015090017

Lagt fram bréf, dagsett 3. september 2015, frá Helgu Björk Jóhannsdóttur, þar sem hún óskar eftir að fá að ráða inn starfsmann í 87,5% starfshlutfall.
Fræðslunefnd frestar málinu til næsta fundar.

8.Handbók foreldra Sólborg - 2015090022

Lögð fram handbók fyrir foreldra leikskólans Sólborgar.
Lagt fram til kynningar.

9.Leikskólamappan Sólborg - 2015090023

Lagt fram sýniseintak af leikskólamöppu barna í leikskólanum Sólborg.
Lagt fram til kynningar.

10.Ósk um aukningu á stöðugildum Eyrarskjól - 2015090024

Lagt fram bréf, dagsett 31. ágúst 2015, frá Guðríði Guðmundsdóttur, leikskólastjóra Eyrarskjóls, þar sem hún óskar eftir að fá að ráða starfsmann í 100% starfshlutfall.
Fræðslunefnd frestar málinu til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?