Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar
2.Skólastjóri Grunnskólans á Suðureyri - uppsögn og ráðning 2015 - 2015030085
Lagt fram minnisblað frá Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra og Herdísi Rós Kjartansdóttur, mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett 13.maí 2015, þar sem farið er yfir umsækjendur um stöðu skólastjóra við Grunnskólann á Suðureyri. Þrír sóttu um stöðuna og er mælt með að ráða Þormóð Loga Björnsson.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við tillögu bæjarstjóra og mannauðsstjóra.
Gestir
- Herdís Rós Kjartansdóttir - mæting: 08:25
3.Ráðning skólastjóra Þingeyri 2015 - 2015040019
Lagt fram minnisblað frá Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra og Herdísi Rós Kjartansdóttur, mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett 13.maí 2015, þar sem farið er yfir umsækjendur um stöðu skólastjóra við Grunnskólann á Þingeyri. Þrír sóttu um stöðuna, einn dró umsókn sína til baka. Mælt er með að ráða Ernu Höskuldsdóttur.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við tillögu bæjarstjóra og mannauðsstjóra.
4.Skóladagatöl 2015-2016 - 2015040021
Lagt fram skóladagatal Grunnskóla Önundarfjarðar.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatal Grunnskóla Önundarfjarðar.
5.Stillum saman strengi - 2014110015
Lögð fram aðgerðaráætlun Grunnskólans á Suðureyri.
Fræðslunefnd þakkar fyrir ágæta áætlun.
6.Ósk um að ráða inn starfsmann í 87,5% - 2015050032
Lagt fram bréf, dagsett 6. maí 2015, frá Helgu Björk Jóhannsdóttur, leikskólastjóra á Sólborg, þar sem hún óskar eftir að fá að ráða starfsmann í 87,5% stöðugildi vegna stuðnings.
Fræðslunefnd frestar málinu og felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs, ásamt leikskólastjóra, að vinna að málinu.
7.Skóladagatöl 2015-2016 - 2015050031
Lögð fram skóladagatöl leikskólanna Eyrarskjóls, Sólborgar, Laufáss, Tjarnarbæjar og Grænagarðs fyrir skólaárið 2015-2016.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatölin með fyrirvara um sumarlokanir 2016.
8.Leikskólastjóri Laufás afleysing 1 ár 2015 - 2015040020
Lagt fram minnisblað frá Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra og Herdísi Rós Kjartansdóttur, mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett 18.maí 2015, þar sem farið er yfir umsækjendur um stöðu leikskólastjóra við leikskólann Laufás. Tveir sóttu um stöðuna og er mælt með að ráða Kristínu Björk Guðmundsdóttur.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við tillögu bæjarstjóra og mannauðsstjóra.
9.Skýrslur tónlistarskóla 2015-2016 - 2015050033
Lagðar fram áætlanir frá Tónlistarskóla Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar fyrir skólaárið 2015-2016.
Fræðslunefnd þakkar fyrir áætlanirnar.
Fundi slitið - kl. 09:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskóla: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjóra og Bryndís Ósk Jónsdóttir, fulltrúi foreldra.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir tónlistarskólamál: Sigríður Ragnarsdóttir og Hulda Bragadóttir frá Tónlistarskóla Ísafjarðar og Margrét Gunnarsdóttir frá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar.