Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
354. fundur 19. mars 2015 kl. 08:00 - 09:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og sérkennslufullt
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tóm
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Edda Graichen og Árný Herbertsdóttir, fulltrúar kennara.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjóra, og Bryndís Ósk Jónsdóttir, fulltrúi foreldra.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar

2.Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi og fundargerðir 2015 - 2015010049

Lagður er fram tölvupóstur Önnu Guðrúnar Björnsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 8. janúar sl., þar sem komið er á framfæri ábendingum um málefni innflytjenda.
Fræðslunefnd frestar málinu til næsta fundar og óskar eftir frekari upplýsingum.

3.Ósk um framlag í formi hvatningar og styrks - 2015030044

Lagt fram bréf dagsett 11. febrúar 2015 frá Önnu Þóru Ísfold, framkvæmdarstjóra, fyrir hönd nýsköpunarkeppni grunnskóla, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt og hvetur grunnskólana til þess að nýta sér þau tækiflæri sem nýsköpunarkeppni grunnskólanna býður upp á.

4.Fréttabréf grunnskóla 2014-2015 - 2014090072

Lögð fram fréttabréf frá Grunnskólanum á Ísafirði og Grunnskóla Önundarfjarðar.
Lagt fram til kynningar.

5.Gjöf til grunnskóla Ísafjarðarbæjar - 2015020118

Lagt fram bréf, dagsett 23. maí 2015, frá Vilhelmínu Guðmundsdóttur, þar sem hún gefur peningagjöf til að kaupa á fræðsluefni um einelti og afleiðingar þess.
Fræðslunefnd þakkar Vilhelmínu höfðinglega gjöf og beinir því til grunnskóla Ísafjarðarbæjar að nýta hana í þeim anda sem hún er gefin.

6.Reglur um heimsóknir í leik- og grunnskóla - 2015030055

Lögð fram drög að reglum um heimsóknir og auglýsingar utanaðkomandi í leik- og grunnskóla Ísafjarðarbæjar.
Gerðar voru breytingar í samræmi við umræður á fundinum og verður skjalið aftur lagt fyrir fræðslunefnd þegar skólastjórnendur hafa farið yfir drögin.

7.Skólanámskrár leikskólanna - 2014120059

Lagðar fram skólanámskrár leikskólanna Sólborgar og Tjarnarbæjar.
Fræðslunefnd þakkar vandaðar námskrár og augljóslega mikil vinna sem liggur á bakvið þær.

8.Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum - 2013010070

Lagt fram minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, um heildstæða stefnu í leikskólamálum.
Lagt fram til kynningar.
9. Fræðslunefnd vill fagna góðri kynningu fá Stefaníu Ásmundsdóttur, skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri í vísindaporti föstudaginn 13. mars s.l.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?