Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.
2.Mennta- og menningarmálaráðuneyti - ýmis erindi 2015 - 2015010025
Lögð fram skýrsla frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um Ung fólk 2014, grunnskólar, samanburður rannsókna árin 2000 til 2014.
Staða og þróun yfir tíma.
Staða og þróun yfir tíma.
Lagt fram til kynningar.
3.Fréttabréf grunnskóla 2014-2015 - 2014090072
Lögð fram fréttabréf frá Grunnskólanum á Ísafirði og Grunnskóla Önundarfjarðar.
Lagt fram til kynningar.
4.Stillum saman strengi - 2014110015
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs kynnti hvað væri búið að gerast í verkefninu Stillum saman strengi.
Lagt fram til kynningar.
5.Umsögn um frumvarp til laga um Menntastofnun - 2015020011
Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 28. janúar 2015, frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um Menntamálastofnun (heildarlög).
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 16. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 16. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Lagt fram til kynningar.
6.Skólanámskrár leikskólanna - 2014120059
Lagðar fram skólanámskrár leikskólanna Eyrarskjóls, Laufáss og Grænagarðs.
Lagt fram til kynningar.
7.Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum - 2013010070
Lagt fram minnisblað, dagsett 5. febrúar 2015, frá Sigríði Ólöfu Kristjánsdóttur, formanni fræðslunefndar, þar sem hún telur að mikilvægt sé að skilgreina upp á nýtt stefnu Ísafjarðarbæjar varðandi málefni leikskóla og skoða til hvaða aðgerða hægt er að grípa til að setja Ísafjarðarbæ í fremstu röð sem búsetukost fyrir foreldra ungra barna.
Fræðslunefnd óskar eftir að bæjarstjórn heimili vinnu við mótun heildstæðrar stefnu í dagvistarmálum, með hliðsjón af minnisblaði Sigríðar.
8.Dagur leikskólans 2015 - 2015020010
Lagt fram kynningarbréf, frá Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla, þar sem minnt er á dag leikskólanna sem er 6. febrúar.
Lagt fram til kynningar.
Önnur mál.
9. Sveinfríður Olga Veturliðadóttir ræddi um heimsóknir utanaðkomandi aðila í skóla Ísafjarðarbæjar. Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að skoða þær reglur sem til eru og koma með drög að viðmiðunarreglum.
9. Sveinfríður Olga Veturliðadóttir ræddi um heimsóknir utanaðkomandi aðila í skóla Ísafjarðarbæjar. Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að skoða þær reglur sem til eru og koma með drög að viðmiðunarreglum.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, og Bryndís Ósk Jónsdóttir, fulltrúi foreldr