Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar
2.Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum - 2015010002
Lagður fram tölvupóstur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti frá 29. desember 2014, þar sem bent er á að á vef mennta- og menningarmáraráðuneytis (http://www.menntamalaraduneyti.is/menntamal/grunnskolar/oryggismal/) er komin út handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum.
Fræðslunefnd felur Skóla- og tómstundasviði að fara yfir núverandi öryggisáætlanir og samræma þær við handbók mennta- og menningarmálaráðuneytis.
3.Stillum saman strengi - 2014110015
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, upplýsti nefndina um stöðuna á verkefninu Stillum saman strengi og lagði fram yfirlit yfir námsárangur haustið 2014.
Lagt fram til kynningar.
4.Sumarlokun Eyrarskjóls og Sólborgar 2015 - 2014120028
Lagt fram minnisblað, dagsett 16. desember 2014, frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa þar sem óskað er eftir afstöðu fræðslunefndar til dagsetninga á sumarlokun Eyrarskjóls og Sólborgar sumarið 2015.
Málið var áður á dagskrá á 351. fundi fræðslunefndar.
Málið var áður á dagskrá á 351. fundi fræðslunefndar.
Fræðslunefnd leggur til að sumarlokunin á Eyrarskjóli og Sólborg verði þannig að báðir leikskólarnir loka í tvær vikur, 20. júlí - 5. ágúst og foreldrar velji frí, þannig að öll börn taki 4 vikur samfelldar.
5.Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum - 2013010070
Lagt fram minnisblað, dagsett 18. desember 2014, frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, er varðar Eyrarsól, 5 ára deild, sem starfrækt hefur verið á sundhallarloftinu. Deildin var hugsuð sem úrræði vegna skorts á leikskólaplássum, yrði starfrækt í tvö ár og þá yrði málið endurskoðað. Óskað er eftir því að fræðslunefnd taki ákvörðun um hvort Eyrarsól verði rekin áfram og þá í hvaða mynd.
Málið var áður á dagskrá á 351. fundi fræðslunefndar.
Málið var áður á dagskrá á 351. fundi fræðslunefndar.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að ekki verði starfrækt leikskóladeild á Eyrarsól leikskólaárið 2015-2016, þar sem ekki er sama þörf fyrir leikskólapláss og var þegar deildin var sett á laggirnar.
6.Ósk um aukningu á stöðugildum við Tjarnarbæ - 2015010003
Lagt fram bréf, dagsett 5. janúar 2015, frá Svövu Rán Valgeirsdóttur leikskólastjóra á Tjarnarbæ, þar sem hún óskar eftir aukningu á stöðugildum um 87,5% stöðu.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að beiðnin verði samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjóra og Bryndís Ósk Jónsdóttir, fulltrúi foreldra.