Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Mætt voru: Gísli Halldór Halldórsson formaður, Ólöf Hildur Gísladóttir, Helga Dóra Kristjánsdóttir og Auður Helga Ólafsdóttir. Benedikt Bjarnason mætti ekki og mætti Magnús Reynir Guðmundsson í hans stað. Jafnframt mættu Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs og Sigurlína Jónas
Mættir áheyrnarfulltrúar: Elsa María Thompson leikskóalstjóri og Sif Huld Albertsdóttir fulltrúi foreldra mætti ekki og engin í hennar stað.
1.Leikskólar - gjaldskrár - reglur - 2011080052
Lögð fram til kynningar skýrsla frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem gjaldskrár leikskóla nokkurra sveitarfélaga á eru bornar saman.
Lagt fram til kynningar
Mættir áheyrnarfulltrúar: Magnús S. Jónsson, fulltrúi skólastjóra, Elfar Reynirsson fulltrúi kennara og Martha Lilja Marthensdóttir Olsen, fulltrúi foreldra. Ólöf B. Oddsdóttir fulltrúi kennara mætti ekki og engin í hennar stað.
2.Skólastefna - 2011020017
Lögð fram lokadrög að skólastefnu Ísafjarðarbæjar
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að stefnan verði samþykkt
3.Skýrslur, áætlanir og niðurstöður á mati skólanna. - 2011070015
Lögð fram til kynningar starfsáætlun frá Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2011-2012.
Lagt fram til kynningar
4.Skólapúlsinn - 2010120017
Lagt fram til kynningar bréf frá Kristjáni Katli Stefánssyni og Almari Miðvík Halldórssyni vegna Skólapúlsins, þar sem starfsemi hans er kynnt og boðið upp á kynningu ef áhugi er fyrir því.
Lagt fram til kynningar
5.Beiðni um skólasókn utan lögheimilissveitarfélags - 2011090078
Lagt fram bréf dagsett 15. september 2011 frá Sigríði Rósu Laufeyjardóttur þar sem hún óskar eftir að sonur hennar fái að stunda nám í Grunnskólanum á Ísafirði tímabundið meðan hún er í starfsþjálfun hér á svæðinu, en lögheimilissveitarfélagið, sem er Reykjanesbær, neitar að greiða með barninu.
Fræðslunefnd samþykkir erindið og felur skóla- og tómstundasviði að tilkynna Reykjanesbæ um ákvörðunina.
Önnur mál
a) Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs svaraði fyrirspurn Gunnlaugs Dan Ólafssonar frá 311. fundi fræðslunefndar þar sem spurst var fyrir um úrbætur varðandi öryggi skólabarna í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Samkvæmt svari frá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs hefur ekki verið fjármagn
a) Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs svaraði fyrirspurn Gunnlaugs Dan Ólafssonar frá 311. fundi fræðslunefndar þar sem spurst var fyrir um úrbætur varðandi öryggi skólabarna í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Samkvæmt svari frá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs hefur ekki verið fjármagn
Fundi slitið.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?