Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Kristbjörg Sunna Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda í grunnskólum, sat fundinn í gegnum Teams.
1.verkefnalisti fræðslunefndar 2022-2026 - 2022060054
Verkefnalisti lagður fram til kynningar.
2.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2022-2023 - 2022090068
Lögð fram ársskýrsla Grunnskóla Önundarfjarðar, fyrir skólaárið 2022-2023 ásamt innra mati.
Lagt fram til kynningar.
3.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2023-2024 - 2023090105
Lagðar fram starfsáætlanir Grunnskólans á Suðureyri, Grunnskólans á Ísafirði, Grunnskólans á Þingeyri og Grunnskóla Önundarfjarðar, fyrir skólaárið 2023-2024.
Lagt fram til kynningar.
4.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2022-2023 - 2022080078
Lagðar fram ársskýrslur fyrir leikskólann Sólborg á Ísafirði, leikskólann Eyrarskjól Ísafirði og leikskólann Tjarnabæ á Suðureyri
Lagt fram til kynningar.
5.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2023-2024 - 2023090104
Lagðar fram starfsáætlanir fyrir fyrir leikskólann Sólborg á Ísafirði, leikskólann Eyrarskjól Ísafirði, Leikskólann Tanga Ísafirði, leikskólann Laufás Þingeyri og leikskólann Tjarnarbæ á Suðureyri fyrir skólaárið 2023-2024.
Lagt fram til kynningar.
6.Staða leikskólamála við Skutulsfjörð 2023 - 2023030146
Kynnt minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa dagsett 25. október 2023, um stöðuna á biðlista eftir leikskólaplássi á leikskólana Eyrarskjól og Sólborg á Ísafirði.
Fræðslunefnd þakkar fyrir upplýsingarnar um stöðuna í leikskólamálum.
7.Menntastefna Vestfjarða - 2023100087
Á 1260. fundi bæjarráðs þann 23. október 2023 var lagður fram tölvupóstur Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dagsettur 13. október 2023, ásamt drögum að Menntastefnu Vestfjarða 2023-2040, dagsett í október 2023, til umfjöllunar hjá sveitarfélögum. Jafnframt lagt fram vinnuskjal sem sveitarfélög eru hvött til að nýta við vinnu við skólastefnur sveitarfélaga.
Bæjarráð vísaði málinu til fræðslunefndar til umsagnar.
Bæjarráð vísaði málinu til fræðslunefndar til umsagnar.
Fræðslunefnd fagnar útgáfu Menntastefnu Vestfjarða. Slík stefna styrkir lærdómssamfélagið á Vestfjörðum og býr til heildræna mynd á sýn þeirra sem koma að fræðslumálum til langs tíma. Það er mikilvægt að vita hvernig skal stuðla að uppbyggingu og byggja samhljóm á milli samfélagslegra þátta líkt og atvinnugreina sem hafa áhrif á innviði Vestfjarða og styrkir búsetumöguleika á svæðinu. Til þess að ná fram markmiðum er lagt til að fylgja hugmyndum stefnunnar, leita allra leiða til að hækka menntunarstig og kalla eftir betra aðgengi að vönduðu framhaldsnámi sem hefur verið kallað eftir í lengri tíma. Ákjósanlegast væri að stefnan væri með mælanleg árangursviðmið til þess að fara eftir það mundi styrkja vægi hennar og fylgni. Þrátt fyrir fjarlægð er ekkert sem á að stöðva samfélög á Vestfjörðum í að nýta sér möguleika menntunar og samvinnu. Þrátt fyrir smæð á landsvísu er vestfirskt samfélag stórhuga. Menntastefna Vestfjarða mun vonandi nýtast í vinnu við aðrar stefnugerðir og vera leiðarljós í skólasamfélaginu í Ísafjarðarbæ.
Fundi slitið.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?