Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
455. fundur 24. ágúst 2023 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Finney Rakel Árnadóttir formaður
  • Þórarinn B. B. Gunnarsson varaformaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúi fyrir grunnskólamál: Kristbjörg Sunna Reynisdóttir, fulltrúi skólastjórnenda sat fundinn í gegnum Teams.

Áheyrnafulltrúi fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2022-2026 - 2022060054

Kynntur verkefnalisti fræðslunefndar.
Verkefnalisti lagður fram til kynningar.

2.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2022-2023 - 2022090068

Lagðar fram árs- og sjálfsmatsskýrslur grunnskólanna á Þingeyri, Ísafirði og Suðureyri fyrir skólaárið 2022-2023.
Lagt fram til kynningar.

3.Skóladagatal grunnskóla í Ísafjarðarbæ fyrir skólaárið 2023-2024 - 2023030149

Lögð fram uppfærð skóladagatöl fyrir Grunnskólann á Ísafirði og Grunnskólann á Suðureyri
Fræðslunefnd óskar eftir frekari upplýsingum. Máli frestað til næsta fundar.

4.Endurskoðun á starfssemi Dægrardvalar á Ísafirði - 2023080074

Erindi frá formanni fræðslunefndar, Finneyju Rakel Árnadóttur, um að tekið verði til skoðunar að starfsemi Dægradvalar verði sett undir stjórn Grunnskóla Ísafjarðar og áhrif samþættingar á starfseminni metin með málsaðilum.
Fræðslunefnd felur stafsmönnum nefndarinnar að kalla eftir afstöðu stjórnenda GÍ og Dægradvalar fyrir næsta fund.

5.Innleiðing samþættrar þjónustu í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar - 2023070083

Kynning á innleiðingu samþættrar þjónustu í þágu farsældar barna í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

6.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2022-2023 - 2022080078

Lagðar fram ársskýrslur leikskólanna Laufáss á Þingeyri og Grænagarðs á Flateyri fyrir skólaárið 2022-2023.
Lagt fram til kynningar.

7.Skóladagatal leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2023-2024 - 2023030106

Lagt fram skóladagatal leikskólans Eyrarskjóls og uppfært skóladagatal fyrir leikskólann Tjarnarbæ fyrir skólaárið 2023-2024
Fræðslunefnd samþykkir dagatölin.

8.þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi - 2021030021

Lagðar fram handbækur sem eru afrekstur þróunnarverkefnisins Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi, í leikskólum Ísafjarðarbæjar.
Á árunum 2022 til 2023 var þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun í málörvun leikskólabarna, undirbúningur fyrir lestur, unnið í leikskólunum undir handleiðslu Ásthildar Bj. Snorradóttur talmeinafræðings og Halldóru Guðlaugu Helgadóttur verkefnastjóra. Allir starfsmenn tóku þátt í verkefninu og lögðu sitt af mörkum við innleiðingu verkefnisins.
Í handbókunum er fræðileg umfjöllun um málþroska barna og snemmtæka íhlutun í málörvun leikskólabarna og nákvæmar lýsingar á hvernig unnið er eftir aðferðafræðinni með tilliti til sérstöðu hvers skóla.
Einnig var unnin handbók um matstæki og verkferla í snemmtækri íhlutun, sem hugsuð er meðal annars sem leiðarvísir um það námsmat og til að hafa yfirsýn yfir verklag í öllum leikskólunum Ísafjarðarbæjar, ásamt því að gera verklag aðgengilegt og samræmt.
Fræðslunefnd fagnar framtakinu og óskar leikskólunum í Ísafjarðarbæ til hamingju að hafa lokið verkefninu.

9.Ytra mat á leikskólanum Eyrarskjóli framkvæmt af Menntamálastofnun 2022 - 2022010122

Lögð fram skýrsla Menntamálastofnunar vegna ytra mats á leikskólanum Eyraskjóli, sem fór fram á vettvangi 26.-29. september 2022.
Teknir voru fyrir eftirfarandi matsþættir: Leikskólinn og umhverfi hans, stjórnun, uppeldis- og menntastarf, skólabragur og samskipti, foreldrasamstarf og ytri tengsl, skólaþjónusta og sérkennsla og innra mat.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?