Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Endurskoðun erindisbréfa nefnda - 2012110034
Lagt fram erindisbréf fyrir fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar.
Erindisbréf fyrir fræðslunefnd lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd samþykkir að Sigurlína Jónasdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi sé ritari nefndarinnar og að fundir fræðslunefndar verði 1. og 3. fimmtudag í mánuði kl. 8-10.
2.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.
3.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri Skóla- og tómstundasvið kynnti skólasviðið fyrir nýrri fræðslunefnd.
Lagt fram til kynningar.
Fræðslunefnd óskar eftir því að sviðsstjóri Skóla- og tómstundasviðs skrifi minnisblað til bæjarráðs varðandi skoðun á leið Reykjanesbæjar og annarra sveitarfélaga sem unnið hafa markvisst með mælanlegum árangri að endurbótum í skólamálum.
Fræðslunefnd óskar eftir því að sviðsstjóri Skóla- og tómstundasviðs skrifi minnisblað til bæjarráðs varðandi skoðun á leið Reykjanesbæjar og annarra sveitarfélaga sem unnið hafa markvisst með mælanlegum árangri að endurbótum í skólamálum.
4.Starfsáætlanir 2014-2015 - 2014060088
Lagðar fram starfsáætlanir leikskólanna Sólborgar, Eyrarskjóls, Tjarnarbæjar, Laufáss og Grænagarðs fyrir skólaárið 2014-2015.
Lagt fram til kynningar.
5.Ósk um að hafa lokað 24. og 31. des. - 2014050104
Lagt fram bréf, dagsett 28. maí 2014, frá leikskólastjórum Sólborgar, Laufáss, Tjarnarbæjar og Grænagarðs þar sem óskað er eftir að fá að hafa leikskólana lokaða á aðfangadag og gamlársdag. Leikskóli Hjallastefnunnar, Eyrarskjól, er lokaður þessa daga. Einnig lagðar fram ályktanir frá foreldraráðum Laufáss og Sólborgar, ekki komu ályktanir frá öðrum foreldraráðum. Málið var áður á dagskrá á 345. fundi fræðslunefndar.
Fræðslunefnd samþykkir að leikskólarnir loki 24. og 31. desember og beinir því til bæjarráðs að skoða hvort að gefinn verði afsláttur í samræmi við aukalokun.
6.Skýrslur og áætlanir skóla, skólaárið 2013-2014 - 2013090015
Lagðar fram ársskýrslur Grunnskólans á Ísafirði, Grunnskólans á Suðureyri og Grunnskóla Önundarfjarðar.
Ársskýrsla Grunnskólans á Þingeyri er væntanleg í ágúst.
Ársskýrsla Grunnskólans á Þingeyri er væntanleg í ágúst.
Lagt fram til kynningar.
7.Skýrslur og áætlanir skóla, skólaárið 2013-2014 - 2013090015
Lögð fram sjálfsmatsskýrsla Grunnskólans á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
8.Mennta- og menningarmálaráðuneyti - Ýmis erindi 2014 - 2014020049
Lögð er fram Hvítbók um umbætur í menntamálum, gefin út af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í júní 2014.
Lagt fram til kynningar.
9.Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar. - 2010080057
Lagt fram minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, þar sem kemur fram hvað er á ábyrgð fræðslunefndar í tengslum við atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar. Málið var áður á dagskrá á 345. fundi fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.
10.Ósk um aukinn fjölda kennslustunda veturinn 2014-2015 - 2014060005
Lagt fram bréf, dagsett 2. júní 2014, frá Stefaníu Ásmundsdóttur, skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri, þar sem óskað er eftir frekari kennslu úthlutunartímum skólaárið 2014-2015, til þess að sinna nýjum nemendum enn frekar. Óskað er eftir að minnsta kosti 4 aukatímum. Málið var áður á dagskrá á 345. fundi fræðslunefndar.
Fræðslunefnd samþykkir 4 auka kennslu úthlutunartíma.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Árný Herbertsdóttir og Edda Graichen fulltrúar kennara.