Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Kristján Arnar Ingason, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði, og Helga S. Snorradóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði, mættu á fundinn undir þessum lið.
1.Almenningssamgöngur útboð 2023 - 2022120018
Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis-og eignasviðs, og Eyþór Guðmundsson, innkaupa- og tæknistjóri, mæta á fundinn og kynna hugmyndir að fyrirkomulagi á útboði á almenningssamgöngum.
Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna og felur starfsmönnum að vinna áfram með málið.
2.Skóladagatöl Grunnskóla í Ísafjarðarbæ fyrir skólaárið 2023-2024 - 2023030149
Skóladagatöl grunnskóla Ísafjarðarbæjar fyrir skólaárið 2023 -2024 lögð fram að nýju til endurskoðunar.
Fræðslunefnd kallar eftir nýjum dagatölum frá grunnskólum og felur starfsmönnum að afla frekari upplýsinga.
3.Þróun í fjölda nemenda í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar til ársins 2033 - 2023050218
Kynnt minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dagsett 5. júní 2023, er varðar spá um þróun fjölda nemenda í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar næstu 10 árin.
Lagt fram til kynningar.
4.Dvalartími barna í leikskólum Ísafjarðarbæjar. - 2023050149
Kynnt minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs dagsett 5. júní 2023, er varðar vinnu að verklagi og viðmiði á dvalarstundum yngstu barnanna í leikskólum.
Lagt fram til kynningar, fræðslunefnd felur starfsmönnum að vinna áfram með málið.
5.Verkefni HLH - 2020080061
Kynntar tillögur að verkefnalista skóla- og tómstundasviðs, sem gerður var í framhaldi af úttekt á rekstri, stjórnsýslu og fjármálum Ísafjarðarbæjar árið 2020 af HLH ráðgjöfum.
Lagt fram til kynningar.
6.verkefnalisti fræðslunefndar 2022-2026 - 2022060054
Kynnt staða verkefnalista fræðslunefndar.
Verkefnalisti lagður fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Kristbjörg Sunna Reynisdóttir, fulltrúi skólastjórnenda í grunnskólum, mætti á fundinn.
Áheyrnafulltrúi fyrir leikskólamál:
Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda í leikskólum, mætti á fundinn.