Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Á fundinn mætti Helga Björk Jóhannsdóttir, áheyrnafulltrúi fyrir skólastjórnendur í leikskóla.
1.verkefnalisti fræðslunefndar 2022-2026 - 2022060054
Staða verkefna á verkefnalista fræðslunefndar kynnt.
Verkefnalisti lagður fram til kynningar.
2.skóladagatöl Grunnskóla í Ísafjarðarbæ fyrir skólaárið 2023-2024 - 2023030149
Lagt fram skóladagatal fyrir Grunnskólann á Þingeyri fyrir skólaárið 2023-2024
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.
3.Staða leikskólamála við Skutulsfjörð 2023 - 2023030146
Kynnt minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa um stöðu biðlista eftir leikskólaplássi í Skutulsfirði.
Lagt fram til kynningar.
4.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025
Lögð fram drög að þjónustusamningi við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Eyrarskjóls unnin af framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar með athugasemdum frá Hafdísi Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.
Samningur við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Eyrarskjóls rann út árið 2019, en unnið hefur verið samkvæmt honum síðan. Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áframhaldandi samstarf við Hjallastefnuna og að endurnýja samning við fyrirtækið um rekstur Eyrarskjóls.
Fundi slitið - kl. 09:05.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?