Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.verkefnalisti fræðslunefndar 2022-2026 - 2022060054
Farið yfir verkefnalista fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.
2.Erindi til fræðslunefndar frá foreldri, varðandi nýjar reglur er tekjutengja afslátt á leikskólagjöldum - 2022120092
Kynnt erindi frá foreldri vegna nýrra reglna sem taka gildi 1. febrúar 2023 þá mun afsláttur leikskólagjalda verða tekjutengdur.
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóðar ábendingar og felur starfsmönnum skóla- og tómstundarsviðs að svara bréfritara.
3.Nýjar reglur um afslátt af leikskólagjöldum - 2022120057
Lögð fram drög að reglum er varða afslátt á dagvistargjöldum í leikskólum Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd leggur til breytingar á drögum á umræddum reglum þannig að tekjuviðmið miðist við heimili, óháð sambúðarformi. Starfsmönnum nefndarinnar er falið að gera breytingar og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
4.Gjaldskrár 2023 - 2022050015
Lögð fram til kynningar gjaldskrá skólasviðs Ísafjarðabæjar sem tekur gildi 1. janúar 2023.
Fræðslunefnd leggur til breytingar á gjaldskrá Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023. Inn í gjaldskrá fyrir skólamat komi fram að hafragrautur sé í boði fyrir 7.-10. bekk. Jafnframt verði sett inn verð fyrir skólamat í öllum grunnskólum í sveitarfélaginu.
Inn í gjaldskrá fyrir leikskóla og dagforeldra verði gerðar breytingar á tekjuviðmiði vegna afsláttar af leikskólagjöldum. Aðeins verði eitt tekjuviðmið á heimili óháð sambúðarformi og það verði allt að kr. 750.000 á mánuði eða kr.9.000.000 á ári.
Inn í gjaldskrá fyrir leikskóla og dagforeldra verði gerðar breytingar á tekjuviðmiði vegna afsláttar af leikskólagjöldum. Aðeins verði eitt tekjuviðmið á heimili óháð sambúðarformi og það verði allt að kr. 750.000 á mánuði eða kr.9.000.000 á ári.
Fundi slitið - kl. 10:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Áheyrnafulltrúi fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir fulltrúi skólastjórnenda.