Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
343. fundur 26. mars 2014 kl. 15:00 - 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir varaformaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Bjarnason aðalmaður
  • Hólmfríður Vala Svavarsdóttir aðalmaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjóra, Edda Graichen, fulltrúi kennara og Gunnhildur Björk Elíasdóttir, fulltrúi foreldra. Einnig mættu undir 2. og 3. lið Snorri Sturluson, skólastjóri Grunnskólans á Suðureyri, María Valberg, skólastjóri

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar þar sem fram kemur staða mála.
Lagt fram til kynningar.

2.Þriggja ára áætlun og fimm ára áætlanir - 2014020113

Lögð fram vinnugögn vegna vinnu við gerð 5 ára áætlunar Ísafjarðarbæjar. Málið var áður á dagskrá á 342. fundi fræðslunefndar.
Unnið að 5 ára áætlun og starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðurnar á fundinum.

3.Niðurstöður PISA - 2014030005

Lagt fram minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dagsett 25. mars 2014 um niðurstöður alþjóðlegra kannana í grunnskólum. Sviðsstjóri kynnti sér skýrslu sem unnin var fyrir samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Árangur og einkenni grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu í alþjóðlegu samhengi. Niðurstöður Ísafjarðarbæjar eru ekki það fjarri niðurstöðum höfuðborgarsvæðisins að við eigum vel að geta nýtt okkur það sem fram kemur í skýrslunni. Sviðsstjóri hefur fundað með skólastjórnendum og m.a. rætt þessa þætti. Málið var áður á dagskrá á 342. fundi fræðslunefndar.
Fræðslunefnd felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að vinna áfram að málinu með skólastjórnendum.

4.Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar. - 2010080057

Lögð fram Atvinnumálastefna Ísafjarðarbæjar sem samþykkt var í febrúar 2014. Atvinnumálanefnd beindi því til annarra nefnda Ísafjarðarbæjar að fara yfir atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar og gera áætlanir um hvernig þeir ætli að framfylgja henni og þeim ábyrgðarverkefnum sem þeim eru falin.
Fræðslunefnd óskar eftir minnispunktum frá starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs um hvernig er verið er að fylgja þessu eftir og hvað má bæta.

5.Eyrarskjól-Hjallastefnan - 2013120025

Lagður fram samningur milli Hjallastefnunnar ehf. og Ísafjarðarbæjar um fag- og rekstrarlega inngöngu leikskólans Eyrarskjóls til Hjallastefnunnar ehf.
Lagt fram til kynningar.

6.Ósk um aukningu á stöðugildum á Grænagarði - 2014030062

Lagt fram bréf, dagsett 24. mars 2014, frá Maríu Valberg, skólastjóra leikskólans Grænagarðs, þar sem óskað er eftir aukningu á stöðugildum um 0,75. Einnig er óskað eftir að opnunartíminn verði lengdur og verði 07:45-16:15.
Fræðslunefnd leggur til að ráðinn verði starfsmaður í 0,75 stöðugildi og að opnunartíminn verði lengdur til 16.15.

7.Ósk um aukningu á afleysingu á Sólborg - 2014020101

Lagt fram minnisblað frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, dagsett 26. mars 2014, um samanburð á stöðugildum í leikskólum. Málið var áður á dagskrá á 341. fundi fræðslunefndar.
Fræðslunefnd telur að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar geti nefndin ekki samþykkt aukningu á stöðugildum á Sólborg.
8. Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs svaraði fyrirspurn Benedikts Bjarnasonar frá 341. fundi nefndarinnar um samstarf skólanna í sveitarfélaginu. Benedikt Bjarnason óskaði eftir að fá upplýsingarnar á minnisblaði.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?