Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
341. fundur 26. febrúar 2014 kl. 15:00 - 17:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir varaformaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Bjarnason aðalmaður
  • Hólmfríður Vala Svavarsdóttir aðalmaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættur áheyrnarfulltrúi fyrir tónlistarskólamál: Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar. Mættur áheyrnarfulltrúi fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjóra. Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra, mætti ekki og enginn í hennar stað.

1.Úthlutunarlíkan og samstarfssamningur - 2013120028

Lögð fram umsögn frá Ingunni Ósk Sturludóttur, skólastjóra Tónlistarskóla Ísafjarðar, vegna samstarfssamnings Tónlistarskóla Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar. Málið var áður tekið fyrir á 340. fundi fræðslunefndar.
Sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs falið að senda drögin til nefndarmanna að loknum umræðum á fundinum.

2.Ósk um aukningu á afleysingu á Sólborg - 2014020101

Lagt fram bréf, dagsett 24. febrúar 2014, frá Helgu Björk Jóhannsdóttur, leikskólastjóra leikskólans Sólborgar, þar sem óskað er eftir aukningu á stöðugildum um 0,875 við Sólborg.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundaviðs Ísafjarðarbæjar að koma með nánari upplýsingar og samanburð við aðra skóla á næsta fund nefndarinnar.

3.Greinargerð-Eyrarsól - 2014020109

Lögð fram greinargerð frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla-og sérkennslufulltrúa, um Eyrarsól, þar sem farið er yfir hvernig starfið hefur gengið fyrstu mánuðina.
Fræðslunefnd telur nauðsynlegt að reka Eyrarsól skólaárið 2014-2015, en ljóst er að miðað við núverandi aðstæður getur það aldrei orðið nema tímabundin lausn.

4.Úttekt á starfi leikskóla innan sveitarfélaga - 2012120019

Lögð fram skýrsla frá Námsmatsstofnun um niðurstöður á ytra mati sem framkvæmt var á leikskólanum Sólborg.
Skýrslan lögð fram til kynningar.
Önnur mál.
5. Skóla- og tómstundasvið, fimm ára áætlun. Nefndin áformar að halda vinnufund 5. mars n.k. vegna fimm ára áætlunar.
6. Starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs falið að endurskoða fundartíma nefndarinnar.
7. Benedikt Bjarnason óskaði eftir að fá upplýsingar um samstarf á milli skóla sveita

Fundi slitið - kl. 17:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?