Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
438. fundur 24. mars 2022 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Finney Rakel Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Kristján Þór Kristjánsson boðaði forföll og kom enginn í hans stað.

1.Erindi frá skólastjóra grunnskóla Önundarfjarðar til fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar og sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - 2022020027

Erindi var frestað á síðasta fundi fræðslunefndar og er nú tekið upp að nýju þar sem umbeðnar upplýsingar frá SÍS hafa borist.
Fræðslunefnd samþykkir að Grunnskóli Önundarfjarðar fái undanþágu frá reglum um nemendaheimsóknir í grunnskólum Ísafjarðarbæjar vegna barna kennara við Lýðskólann í allt að 2 vikur á skólaári.

Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga til að beita sér fyrir því að reglur varðandi nemendaheimsóknir barna í grunnskóla, vegna fjarvinnu foreldra þeirra, verði samræmdar á landsvísu.

2.Reglur um röskun á skóla- og frístundastarfi - 2022020030

Lagt fram bréf Díönu Jóhannsdóttur þar sem hún óskar eftir að nýsettar reglur um röskun á skólastarfi verði yfirfarnar á ný og verklag byggt á þeim endurskoðað.
Fræðslunefnd þakkar fyrir erindið og felur sviðsstjóra að svara bréfritara í takt við umræður á fundinum.

3.Ytra mat á GÍ 2021 - 2022030097

Á haustönn 2021 gerði Menntamálastofnun ytra mat á Grunnskólanum á Ísafirði. Lögð fram skýrsla sem gerir grein fyrir niðurstöðum matsins. Skólastjórnendur GÍ eru byrjaðir að vinna að umbótaætlun.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?