Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2022 - 2020090032
Staða verkefna á verkefnalista fræðslunefndar kynnt.
Staða verkefna á verkefnalista fræðslunefndar kynnt.
2.Orðsending frá mennta- og barnamálaráðherra vegna samræmdra könnunarprófa 2022.. - 2022030043
Lagt fram til kynningar bréf frá Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, dagsett 22. febrúar 2022, en engin samræmd könnunarpróf verða lögð fyrir nemendur í grunnskóla á árinu 2022.
Lagt fram til kynningar.
3.Beiðni um styrk til rekstrar Gróanda - 2022020018
Lagt fram erindi Hildar Dagbjartar Arnardóttur, f.h. Gróanda, dagsett 2. febrúar 2022 um styrk til rekstur Gróanda auk þróunarstarfs í kennslu á umhverfismálum og ræktun. Á 1186. fundi bæjarráðs, þann 7. febrúar 2022, var málinu vísað til fræðslunefndar til umsagnar.
Fræðslunefnd telur verkefnið áhugavert og telur ákvörðun um þátttöku og kostnað liggja hjá skólastjórnendum.
4.Lestrarvísir grunskólanna í Ísafjarðarbæ - 2022030042
Lagður fram til kynningar nýr lestrarvísir í grunnskólaum Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd líst vel á verkefnið.
5.Ytra mat á grunnskólanum á Þingeyri og grunnskóla Önundarfjarðar 2019 - 2019070017
Lögð fram greinagerð Kristbjargar Sunnu Reynisdóttur skólastjóra grunnskóla Önundarfjarðar vegna ytra mats sem gert var í grunnskólanum vorið 2019.
Lagt fram til kynningar.
6.Ytra mat á leikskólanum Laufási Þingeyri og leikskólanum Grænagarði Flateyri framkvæmt af Menntamálastofn 2019 - 2019070016
Lögð fram greinagerð Sigríðar Önnu Emilsdóttur, leikskólastjóra Grænagarðs, vegna umbótaáætlunar ytra mats sem gert var í leikskólanum vorið 2019.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Áheyrnarfulltrúi vegna grunnskólamála; Edda Björg Magnúsdóttir, fulltrúi kennara.