Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2022 - 2020090032
Kynnt staða verkefna á verkefnalistanum.
Kynnt staða verkefna á verkefnalistanum.
2.Starfsáætlanir og ársskýrslur leikskóla skólaárið 2021-2022 - 2021110050
Lagðar fram starfsáætlanir fyrir skólaárið 2021-2022, fyrir leikskólann Eyrarskjól Ísafirði, leikskólann Sólborg ísafirði, leikskólann Tjarnarbæ Suðureyri og leikskólann Grænagarð Flateyri.
Lagt fram til kynningar.
3.Skóladagatöl leikskóla skólaárið 2021-2022 - 2021040011
Lagt fram minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa er varðar breytingar á skóladagatali leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2021-2022. Færa þarf skipulagsdaga til og sameina þar sem Menntamálastofnun í samstarfi við Ásthildi Bj. Snorradóttur talmeinafræðing og Halldóru Guðlaugu Helgadóttur verkefnastjóra, bauð leikskólum Ísafjarðarbæjar að taka þátt í þróunarverkefninu Snemmbær stuðningur í leikskóla með áherslu á málþroska og læsi.
Lagt fram til kynningar.
4.Fáliðunaráætlun leikskóla Ísafjarðarbæjar - 2022010103
Lögð fram til kynningar drög að reglum er snúa að viðbragðsáætlun í leikskólum Ísafjarðarbæjar, ef til fáliðunar kemur í leikskólum.
Fræðslunefnd samþykkir nýjar reglur um viðbragðsáætlun í leikskólum Ísafjarðarbæjar.
5.Ráðning leikskólastjóra við leikskólann Laufás á Þingeyri - 2022010104
Kynnt ráðning nýs leikskólastjóra við leikskólann Laufás á Þingeyri.
Lagt fram til kynningar.
6.Ytra mat á leikskólanum Eyrarskjóli framkvæmt af Menntamálastofn 2022 - 2022010122
Kynnt bréf frá Menntamálastofnun er varðar ytra mat á leikskólum. Ísafjarðarbær sótti um ytra mat fyrir þrjá leikskóla í Ísafjarðarbæ, Sólborg á Ísafirði, Tjarnarbæ á Suðureyri og Eyrarskjól á Ísafirði. En leikskólarnir Laufás á Þingeyri og Grænigarður á Flateyri voru teknir í ytra mat 2019. Menntamálastofnun hefur ákveðið að fram fari ytra mat á starfsemi leikskólans Eyrarskjóls árið 2022. Markmið ytra mats er að leggja mat á starfsemi leikskólans með hliðsjón af gildandi lögum um leikskóla, reglugerðum og aðalnámskrá. Enn fremur að vera skólum hvati til frekari skólaþróunar, styðja stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi og efla og styðja innra mat og gæðastjórnun skóla.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?