Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
431. fundur 31. ágúst 2021 kl. 08:15 - 09:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Elísabet Samúelsdóttir boðaði forföll og
Nanný Arna Guðmundsdóttir boðaði varamann, sem boðaði forföll.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032

Farið yfir verkefnalista fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan er á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Neyðarhnappur á skjáborð spjaldtölva nemenda í grunnskólum Ísafjarðarbæjar - 2021080070

Lagt fram til umræðu mál að beiðni Jónasar Þórs Birgissonar fulltrúa D-listans í fræðslunefnd. Er varðar vitundarvakningu og stuðning við börn á grunnskólaaldri og hvort settur verði neyðarhnappur í spaldtölvur nemenda, til að auðvelda þeim að tilkynna til barnaverndar, ef þau telja sig, önnur börn eða fjölskyldur séu mögulega hjálparþurfi.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að vinna áfram með málið.

3.Verkefni HLH - 2020080061

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, er varðar endurskoðun á skólastarfi og skólastefnu Ísafjarðarbæjar. Aamkvæmt úttekt á rekstri, stjórnsýslu og fjármálum Ísafjarðarbæjar árið 2020 af HLH ráðgjöfum, var það ein af tillögum HLH ráðgjafa að skólastarf og skólastefna Ísafjarðarbæjar yrði tekin til endurskoðunar með hliðsjón af breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. Núverandi skólastefna er frá árinu 2017.
Fræðslunefnd samþykkir að farið verði í endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar og felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að kanna mögulegar útfærslur á verkinu.

4.Gjaldskrár 2022 - 2021050043

Lagt fram til umræðu hugmyndir að gjaldskrá skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðabæjar frá 1. janúar 2022
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að afla frekari gagna fyrir næsta fund.

5.Framúrskarandi skólaumhverfi - hvatningaverðlaun til skóla - 2021060029

Kynnt drög að reglum vegna úthlutunar hvatningaverlauna til skóla sem þykja hafa skarað fram úr í skólaumhverfi sínu.
Fræðslunefnd samþykkir vinnureglurnar fyrir hvatningaverðlaun fyrir skólastarf í Ísafjarðarbæ.

6.Skólalóðin við Grunnskólann á Ísafirði - 2021080048

Lagt fram bréf frá Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur skólastjóra Grunnskólans á Ísfirði vegna ástands skólalóðarinnar, sem þarfnast endurbóta.
Fræðslunefnd frestar málinu til næsta fundar.

7.Kennslustundaúthlutun grunnskóla skólaárið 2021-2022 - 2021040055

Lögð fram beiðni frá Ernu Höskuldsdóttur skólastjóra grunnskólans á Þingeyri um aukningu á kennslustundum.
Fræðslunefnd vísar í reglur um kennslustundaúthlutun í grunnskólum Ísafjarðarbæjar og hafnar erindinu þar sem gæta þarf jafnræðis milli skóla.

8.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla Ísafjarðarbæjar starfsárið 2020-2021 - 2020110059

Lögð fram skýrsla um innra mat í Grunnskólanum á Ísafirði og Grunnskólanum á Suðureyri, skólaárið 2020-2021. Einnig ársskýrsla Grunnskólans á Suðureyri fyrir skólaárið 2020-2021.
Lagt fram til kynningar.

9.Ytra mat á grunnskólanum á Þingeyri og grunnskóla Önundarfjarðar 2019 - 2019070017

Lögð fram til kynningar umbótaáætlun vegna ytra mats árið 2019 í Grunnskóla Önundarfjarðar, staðan í júlí 2021.
Lagt fram til kynningar.

10.Ytra mat á leikskólunum Grænagarði og Laufási - 2019070007

Lögð fram til kynningar umbótaáætlun vegna ytra mats árið 2019 í leikskólanum Grænagarði Flateyri, staðan í júlí 2021.
Lagt fram til kynningar.

11.Starfsáætlanir og ársskýrslur leikskóla skólaárið 2020-2021 - 2020090090

Lögð fram ársskýrsla leikskólans Laufáss Þingeyri fyrir skólaárið 2020-2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?