Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032
Farið yfir verkefnalista fræðslunefndar
Staða verkefna á verkefnalista fræðslunefndar kynnt.
2.Endurgjaldslausar tíðavörur í grunnskólum og félagsmiðstöðvum - 2021040028
Á 474. fundi bæjarstjórnar þann 15. apríl 2021 var fræðslunefnd, ásamt sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, falið að útfæra tillögu um ókeypis tíðavörur í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Ísafjarðarbæ og leggja fyrir bæjarstjórn auk kostnaðaráætlunar.
Stefnt skal að því að strax haustið 2021 verði ókeypis tíðarvörur í boði í öllum grunnskólum og fræðslumiðstöðvum sveitarfélagsins.
Stefnt skal að því að strax haustið 2021 verði ókeypis tíðarvörur í boði í öllum grunnskólum og fræðslumiðstöðvum sveitarfélagsins.
Fræðslunefnd samþykkir tillögu sviðsstjóra um útfærslu á ókeypis tíðarvörum.
3.Skóladagatöl grunnskóla skólaárið 2021-2022 - 2021050067
Lagt fram skóladagatal Grunnskólans á Ísafirði fyrir skólaárið 2021-2022.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við dagatalið.
4.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094
Kynnt er framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2022-2032 jafnframt er óskað eftir tillögum frá fræðslunefnd um verkefni og markmið í fræðslumálum á vegum sveitarfélagsins.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skólasviðs að kalla eftir tillögum frá forstöðumönnum.
5.Skólar á grænni grein - 2021050068
Lagt fram bréf til fræðslunefndar frá Katrínu Magnúsdóttur verkefnastjóra Skólar á grænni grein/Grænfáninn, dagsett 5. maí 2021, þar sem hún vekur athygli á verkefninu Skólar á grænni grein (Grænfánaverkefnið) sem rekið er af Landvernd hér á landi og um 200 skólar á öllum skólastigum taka þátt í.
Lagt fram til kynningar.
6.Áskorun til sveitarfélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum. - 2021010026
Lagt fram opið bréf til sveitafélaga frá Björk Gunnarsdóttur f.h. Samtaka grænkera á Íslandi, dagsett 11. maí 2021, þar sem m.a. er kallað eftir því að frá og með hausti 2021 verði hægt að velja um grænkerarétti fyrir þau börn sem það kjósa í öllum leik- og grunnskólum landsins.
Sviðsstjóra falið að kalla eftir upplýsingum frá leik- og grunnskólum um eftirspurn eftir grænkerafæði.
7.Erindi frá leik- og grunnskólastjórum á Þingeyri og Flateyri - 2021040074
Frestað til næsta fundar.
8.Skóladagatöl leikskóla skólaárið 2021-2022 - 2021040011
Lögð fram skóladagatöl fyrir leikskólana Eyrarskjól Ísafirði og Sólborg Ísafirði, fyrir skólaárið 2021-2022
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við dagatölin.
9.Ósk um aukningu á stöðugildum við leikskólann Sólborg og Tanga. - 2021010112
Kynnt minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa er varðar sérkennslumál í leikskólunum Sólborg og Eyrarskjóli.
Minnisblað lagt fram til kynningar og sviðsstjóra falið að vinna áfram með málið.
Fundi slitið - kl. 09:41.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?