Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032
Kynnt staða verkefna á verkefnalista fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.
Gestir
- Edda María Hagalín fjármálastjóri - mæting: 09:00
2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis dagsettur 15. apríl 2021 þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál. Umsagnarfrestur er til 29. apríl.
Á 1149. fundi bæjarráðs, þann 19. apríl 2021, vísaði bæjarráð málinu til fræðslunefndar.
Á 1149. fundi bæjarráðs, þann 19. apríl 2021, vísaði bæjarráð málinu til fræðslunefndar.
Lagt fram til kynnngar.
3.Erindi frá leik- og grunnskólastjórum á Þingeyri og Flateyri - 2021040074
Lagt fram bréf dagsett 21. apríl 2021 frá Kristbjörgu Sunnu Reynisdóttur leik- og grunnskólastjóra á Flateyri og Ernu Höskuldsdóttur leik- og grunnskólastjóra á Þingeyri. Þar sem óskað er eftir að endurskoðað verði það fyrirkomulag að skólastjóri stýri bæði leik- og grunnskóla á Flateyri og á Þingeyri. Meðfylgjandi er minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa.
Fræðslunefnd leggur til að auglýst verði eftir leikskólastjóra í stað deildarstjóra á leikskólanum Grænagarði Flateyri. Jafnframt leggur fræðslunefnd áherslu á mikilvægi áframhaldandi faglegrar samvinnu skólastigana. Ekki verður um kostnaðaraukningu um að ræða við þessa breytingu á Flateyri samkvæmt minnisblaði frá skólastjóra. Fræðslunefnd kallar jafnframt eftir kostnaðargreiningu frá leik- og grunnskólanum á Þingeyri.
4.Ársreikningar Hjallastefnunnar - 2021040078
Lagður fram til kynningar ársreikningur Hjallastefnunnar 1. ágúst 2019 -31. júlí 2020.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?