Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Bjork Jóhannsdóttir, fulltrúi stjórnenda,
1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032
Kynntur verkefnalisti fræðslunefndar og farið yfir gang mála á honum.
Lagt fram til kynningar.
2.Ósk um aukið starfshlutfall frá grunnskólanum á Suðureyri - 2020050038
Kynnt staðan á þróunarverkefni sem Grunnskólinn á Suðureyri hefur unnið með í vetur og fékk úthlutað auka stöðugildi út á haustið 2020.
Verkefnið snýst um það að efla kennslu í íslensku til að auka möguleika nemenda af erlendum uppruna á að standa jafnfætis öðrum íslenskum börnum þegar í framhaldsskóla er komið.
Einnig er lögð fram beiðni Jónu Benediktsdóttur skólastjóra á Suðureyri um heimild til að halda inni stöðugildunum við skólann til áframhaldandi þróunar á verkefninu.
Verkefnið snýst um það að efla kennslu í íslensku til að auka möguleika nemenda af erlendum uppruna á að standa jafnfætis öðrum íslenskum börnum þegar í framhaldsskóla er komið.
Einnig er lögð fram beiðni Jónu Benediktsdóttur skólastjóra á Suðureyri um heimild til að halda inni stöðugildunum við skólann til áframhaldandi þróunar á verkefninu.
Fræðslunefnd þakkar kynninguna og Jónu fyrir frábært verkefni. Fræðslunefnd gerir að tillögu sinni að verkefninu verði haldið áfram og gert verði ráð fyrir því í næstu kennnsluúthlutun og fjárhagsáætlunarvinnu. Starfsmönnum sviðsins er falið að vinna áfram með málið.
Gestir
- Jóna Benediktsdóttir skólastjóri grunnskólans á Suðureyri - mæting: 08:15
3.Viðbragðsáætlanir í grunnskólum Ísafjarðarbæjar - 2021030084
Lögð fram ný viðbragðsáætlun gegn einelti í Grunnskólanum á Ísafirði. Þar sem kynntur er ferill við vinnslu eineltismála og samskiptavanda.
Lagt fram til kynningar.
4.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla Ísafjarðarbæjar starfsárið 2020-2021 - 2020110059
Lögð fram símenntunaráætlun Grunnskólans á Þingeyri fyrir skólaárið 2020-2021
Lagt fram til kynningar.
5.Ytra mat á grunnskólanum á Þingeyri og grunnskóla Önundarfjarðar 2019 - 2019070017
Lögð fram framvinduskýrsla Grunnskólans á Þingeyri og Grunnskóla Önundafjarðar til mennta- og menningamálaráðuneytisins, vegna ytra mats sem framkvæmt var í skólunum vorið 2019.
Lagt fram til kynningar og áfram verður unnið samkvæmt umbótaáætlun skólans.
6.Ytra mat á leikskólanum Laufási Þingeyri og leikskólanum Grænagarði Flateyri framkvæmt af Menntamálastofn 2019 - 2019070016
Lögð fram framvinduskýrsla leikskólans Laufáss á Þingeyri og leikskólans Grænagarðs á Flateyri til mennta- og menningamálaráðuneytisins, vegna ytra mats sem framkvæmt var í skólunum vorið 2019.
Lagt fram til kynningar og áfram verður unnið samkvæmt umbótaáætlun skólans.
Fundi slitið - kl. 08:58.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?