Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
422. fundur 14. janúar 2021 kl. 08:10 - 09:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar fyrir grunnskólamál: Jóna Lára Sveinbjörnsdóttir, fulltrúi kennara og Guðný Harpa Henrýsdóttir, fulltrúi kennara.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032

Verkefnalisti fræðslunefndar lagður fram til kynningar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Áskorun til sveitarfélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum. - 2021010026

Lagt fram bréf dagsett 29. des. 2020 frá Björk Gunnarsdóttur og Vigdísi Fríðu Þorvaldsdóttur, f.h. Samtaka grænkera á Íslandi. Bréfið er áskorun til sveitarfélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum.
Fræðslunefnd þakkar Samtökum grænkera fyrir bréfið og hvetur leik- og grunnskóla Ísafjarðarbæjar til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda.

3.Ráðning sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs 2020 - 2020120066

Á 1135. fundi bæjarráðs, þann 21. desember 2020, vísaði bæjarráð tillögu um sameiningu velferðarsviðs og skóla- og tómstundasviðs, til umsagnar í velferðarnefnd og fræðslunefnd, þar sem óskað er eftir að nefndirnar taki afstöðu til þess hvort sameina ætti sviðin, bæði út frá staðsetingu skrifstofa og verkefnum.
Það er mat fræðslunefndar að ekki sé tímabært að sameina velferðarsvið og skóla- og tómstundasvið þar sem þetta eru stórir og viðkvæmir málaflokkar. En fræðslunefnd telur mikið tækifæri í að auka samvinnu milli sviðanna og kannaður verður möguleiki á að samnýta starfsmenn sviðanna.

4.Verkefni HLH - 2020080061

Kynnt staðan á verkefnum skóla- og tómstundasviðs tengd skýrslu Haraldar Líndals Haraldssonar.
Lagt fram til kynningar. Samningur lagður fram fullmótaður á næsta fundi fræðslunefndar.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?