Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Skýrslur Tónlistarskóla Ísafjarðar 2013 - 2013080018
Lögð fram skýrsla um starfsemi Tónlistarskóla Ísafjarðar skólaárið 2012-2013, tvær fundargerðir skólanefndar og skóladagatal fyrir veturinn 2013-2014.
Lagt fram til kynningar.
2.Sumarlokun Eyrarskjóls og Sólborgar 2014 - 2013090009
Lagt fram minnisblað, dagsett 5. september 2013, frá Sigurlína Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, um sumarlokun leikskólanna Eyrarskjóls og Sólborgar. Sumarlokun þeirra hefur skarast undanfarin ár, en með tilkomu Eyrarsólar, nýrrar 5 ára deildar, þurfa þeir líklega að loka á sama tíma þar sem börn á Eyrarsól geta átt systkini bæði á Eyrarskjóli og Sólborg.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að óska eftir umsögn foreldraráða leikskólanna, áður en nefndin tekur ákvörðun.
3.Skóladagatöl 2013-2014 - 2013050008
Lagt fram skóladagatal fyrir Eyrarsól vetur 2013-2014.
Lagt fram til kynningar.
4.Fjárhagsáætlun 2014 - 2013060033
Almennar umræður um vinnu við fjárhagsáætlun 2014, einnig var lagt fram minnisblað, dagsett 5. september 2013, frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, um hver þörfin er á viðhaldi í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd óskar eftir nánari upplýsingum á næsta fundi nefndarinnar um forgangsröðun á viðhaldi skólanna og þörf á kennslutækjum.
5.Skýrslur og áætlanir skóla, skólaárið 2013-2014 - 2013090015
Lagðar fram starfsáætlanir allra grunnskólanna í Ísafjarðarbæ fyrir veturinn 2013-2014.
Fræðslunefnd þakkar fyrir góðar skýrslur.
6. Skimanir.
Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla-og tómstundasviðs kynnti fyrir nefndinni hvaða skimanir eru lagðar fyrir í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.
Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla-og tómstundasviðs kynnti fyrir nefndinni hvaða skimanir eru lagðar fyrir í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskóla: Guðríður Guðmundsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, og Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskóla: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir