Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
419. fundur 24. september 2020 kl. 08:10 - 09:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúi fyrir grunnskólamál:Jóna Lára Sveinbjörnsdóttir og Guðný Harpa Henrýsdóttir, fulltrúar kennarar.
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Ingibjörg Einarsdóttir, fulltrúi leikskólastjórnenda.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032

Verkefnalisti fræðslunefndar lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

2.Skýrsla um náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum á Íslandi - 2020060081

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Hafdísar Guðrúnar Hilmarsdóttur, sérfræðings í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 19. júní 2020, ásamt skýrslu um náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum á Íslandi.

Lagt fram til kynningar á 1111. fundi bæjarráðs, dags. 22. júní 2020, þar sem erindinu var vísað til fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla starfsárið 2019-2020 - 2019090026

Lagðar fram ársskýrslur fyrir grunnskólann á Þingeyri, grunnskólann á Ísafirði, grunnskólann í Önundarfirði og grunnskólann á Suðureyri skólaárið 2019-2020.
Fræðslunefnd fagnar niðurstöðum ársskýrslnanna og þakkar skólastjórnendum og öðru starfsfólki skólanna vel unnin störf.

4.Ytra mat á grunnskólanum á Þingeyri og grunnskóla Önundarfjarðar 2019 - 2019070017

Lagðar fyrir lokaskýrslur grunnskólanna á Flateyri og Þingeyri, vegna viðbragðsáætluna við ytra mati mennta- og menningamálaráðuneytisins frá því vorið 2019.
Fræðslunefnd fagnar niðurstöðum ytra mats mennta- og menningarmálaráðuneytisins og þakkar skólastjórnendum og öðru starfsfólki skólanna vel unnin störf.

5.Ytra mat á leikskólunum Grænagarði og Laufási - 2019070007

Lagðar fyrir lokaskýrslur leikskólans Grænagarðs á Flateyri og leikskólans Laufáss á Þingeyri, vegna viðbragðsáætlunar við ytra mati mennta- og menningamálaráðuneytisins frá því vorið 2019.
Fræðslunefnd fagnar niðurstöðum ytra mats mennta- og menningarmálaráðuneytisins og þakkar skólastjórnendum og öðru starfsfólki skólanna vel unnin störf.

6.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla skólaárið 2019-2020 - 2019080006

Lagðar fyrir ársskýrslur leikskólanna í Ísafjarðarbæ fyrir skólaárið 2019-2020.
Fræðslunefnd fagnar niðurstöðum ársskýrslnanna og þakkar skólastjórnendum og öðru starfsfólki skólanna vel unnin störf.

7.Verkefni HLH - 2020080061

Kynnt staðan á verkefnum skóla-og tómstundasviðs tengdum skýrslu Haraldar Líndals Haraldssonar.
Í ár eru liðin 7 ár frá því að Ísafjarðarbær gerði samning við Hjallastefnuna um rekstur Eyrarskjóls, það er því eðlilegt að farið verði yfir samninginn við Hjallastefnuna við verklok framkvæmda við Eyrarskjól.

8.Bréf til fræðslunefndar frá foreldri. - 2020090077

Kynnt bréf sem barst skóla- og tómstundasviði til fræðslunefndar frá foreldri er varðar grunnskólamál.
Lagt fram til kynningar og fært í trúnaðarbók.

9.Beiðni um aukningu á stöðugildum á leikskólanu Eyrarskjóli - 2020090081

Kynnt minninsblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa er varðar ósk um aukningu á stöðugildum vegna stuðnings við barn á leikskólanum Eyrarskjóli.
Lagt fram til kynningar og fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?