Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Fjarfundur fræðslunefndar með starfsmönnum skólasviðs í gegnum Zoom.
1.COVID-19 2020 - 2020030086
Kynnt hver staðan er í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar í ljósi Covid-19.
Lögð var fram eftirfarandi bókun fræðslunefndar: Fulltrúar í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar vilja þakka skólastjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki leik- og grunnskóla sveitarfélagsins fyrir metnaðarfullt og óeigingjarnt starf í þeim erfiðu aðstæðum sem upp eru komnar í sveitarfélaginu. Það er eftirtektavert hversu fumlaust gengið hefur verið til verks við að halda úti skólastarfi á sem farsælastan hátt fyrir nemendur og foreldra. Við vitum að á þessum tíma sem óvissan er ríkjandi er krefjandi að halda uppi skipulögðu starfi og markvissu námi. Allt starfsfólk skóla sveitarfélagsins hefur lagst á eitt við að skapa samfellu í námi og leik barnanna auk þess að gæta fyllsta öryggis og starfa eftir þeim fyrirmælum sem komið hafa frá Almannavörnum.
Við sendum ykkur okkar bestu kveðjur inn í páskana.
Við sendum ykkur okkar bestu kveðjur inn í páskana.
Fundi slitið - kl. 08:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?