Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
414. fundur 27. febrúar 2020 kl. 08:10 - 09:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Vetuliðadóttir, fulltrúi stjórnenda og Guðný Harpa Henrýsdóttir,fulltrúi kennara
Áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál:Jóna Lind kristjánsdóttir, fulltrúi kennara og Sonja Sigurgeirsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna.

1.Skóladagatöl 2020-2021 - 2020020048

Lögð fram skóladagatöl Grunnskólans á Suðureyri og Grunnskólans á Ísafirði fyrir skólaárið 2020-2021. Jóna Benediksdóttir skólastjóri Grunnskólans á Suðureyri mætir á fundinn.
Fræðslunefnd þakkar Jónu Benediksdóttur fyrir komuna og felur starfsmönnum skólasviðs að vinna áfram með málið.
Jóna yfirgefur fundinn.

Gestir

  • Jóna Benediktsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Suðureyri - mæting: 08:10

2.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

3.Ósk um breytingu á ráðningartímum stuðningsfulltrúa við grunnskólann á Ísfirði - 2020020049

Kynnt bréf frá Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra grunnskólans á Ísfirði þar sem hún óskar eftir lengingu á ráðningartímum stuðningfulltrúa við grunnskólann.Í dag eru fastráðnir stuðningsfulltrúar við skólann ráðnir í 9,5 mánuði. Óskað er eftir því að breyta því í 9,75 mánuði.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skólasviðs að vinna áfram með málið.

4.Ytra mat á Grunnskólanum á Þingeyri og Grunnskóla Önundarfjarðar 2019. - 2019070017

Lögð fram umbótaáætlun frá Grunnskólanum í Önundarfirði þar sem kynnt er hver staðan er á vinnu við umbætur vegna ytra mats Menntamálastofnunar skólaárið 2018-2019
Lagt fram til kynningar.

5.Ytra mat á leikskólunum Grænagarði og Laufási - 2019070007

Lögð fram umbótaáætlun frá leikskólanum Grænagarði á Flateyri þar sem kynnt er hver staðan er á vinnu við umbætur vegna ytra mats Menntamálastofnunar skólaárið 2018-2019
Lagt fram til kynningar.

6.Heimgreiðslur til foreldra sem ekki hafa fengið úthlutað leikskólaplássi - 2020020017

Kynnt minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa er varðar kostnaðaráætlun vegna heimgreiðslna til foreldra barna sem ekki hafa fengið boð um leikskólavist.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?