Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Skóladagatöl 2020-2021 - 2020020048
Lögð fram skóladagatöl Grunnskólans á Suðureyri og Grunnskólans á Ísafirði fyrir skólaárið 2020-2021. Jóna Benediksdóttir skólastjóri Grunnskólans á Suðureyri mætir á fundinn.
Fræðslunefnd þakkar Jónu Benediksdóttur fyrir komuna og felur starfsmönnum skólasviðs að vinna áfram með málið.
Jóna yfirgefur fundinn.
Gestir
- Jóna Benediktsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Suðureyri - mæting: 08:10
2.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.
3.Ósk um breytingu á ráðningartímum stuðningsfulltrúa við grunnskólann á Ísfirði - 2020020049
Kynnt bréf frá Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra grunnskólans á Ísfirði þar sem hún óskar eftir lengingu á ráðningartímum stuðningfulltrúa við grunnskólann.Í dag eru fastráðnir stuðningsfulltrúar við skólann ráðnir í 9,5 mánuði. Óskað er eftir því að breyta því í 9,75 mánuði.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skólasviðs að vinna áfram með málið.
4.Ytra mat á Grunnskólanum á Þingeyri og Grunnskóla Önundarfjarðar 2019. - 2019070017
Lögð fram umbótaáætlun frá Grunnskólanum í Önundarfirði þar sem kynnt er hver staðan er á vinnu við umbætur vegna ytra mats Menntamálastofnunar skólaárið 2018-2019
Lagt fram til kynningar.
5.Ytra mat á leikskólunum Grænagarði og Laufási - 2019070007
Lögð fram umbótaáætlun frá leikskólanum Grænagarði á Flateyri þar sem kynnt er hver staðan er á vinnu við umbætur vegna ytra mats Menntamálastofnunar skólaárið 2018-2019
Lagt fram til kynningar.
6.Heimgreiðslur til foreldra sem ekki hafa fengið úthlutað leikskólaplássi - 2020020017
Kynnt minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa er varðar kostnaðaráætlun vegna heimgreiðslna til foreldra barna sem ekki hafa fengið boð um leikskólavist.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:35.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál:Jóna Lind kristjánsdóttir, fulltrúi kennara og Sonja Sigurgeirsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna.