Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
332. fundur 15. maí 2013 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir varaformaður
  • Ólöf Hildur Gísladóttir aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Sigurður Jóhann Hafberg varamaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Magnús Reynir Guðmundsson varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Svava Rán Valgeirsdóttir,fulltrúi leikskólastjóra og Sif Huld Albertsdóttir fulltrúi foreldra.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Snorri Sturluson fulltrúi skólastjóra, Edda Graichen og Elfar Reynisson fulltrúar kennara og Gunnhildur Björk Elía

1.Skóladagatöl 2013-2014 - 2013050008

Lögð fram skóladagatöl fyrir skólaárið 2013-2014 fyrir leikskólana Eyrarskjól, Sólborg, Grænagarð, Laufás og Tjarnarbæ.
Fræðslunefnd samþykkir dagatölin en vill ítreka það sem kemur fram í Skólastefnu Ísafjarðarbæjar að samræma skuli starfsdaga skóla innan byggðarkjarna.

2.Ósk um að ráða tvo starfsmenn á Sólborg - 2013050012

Lagt fram bréf, dagsett 10. maí 2013, frá Helgu Björk Jóhannsdóttur leikskólastjóra á Sólborg þar sem hún óskar eftir að fá að ráða inn tvo starfsmenn í sitthvort 81,25% starfshlutfall, vegna barna sem þurfa aðstoð í námi.
Fræðslunefnd frestar erindinu til næsta fundar.

3.Skýrslur grunnskóla 2013 - 2013020050

Lagðar fram niðurstöður úr könnun sem var send á kennara Grunnskólans á Ísafirði, þar sem spurt var um viðhorf þeirra til fræðsluyfirvalda og sérfræðiþjónustu sveitarfélagsins. Könnunin var send í framhaldi af innra mati sem skólinn gerði.
Fræðslunefnd óskar eftir frekari greiningu á svörunum.

4.Skóladagatöl 2013-2014 - 2013050017

Lögð fram skóladagatöl fyrir skólaárið 2013-2014 fyrir Grunnskólann á Ísafirði, Grunnskólann á Suðureyri, Grunnskólann á Þingeyri og Grunnskóla Önundarfjarðar.
Fræðslunefnd samþykkir dagatölin en ítrekar eins og hjá leikskólunum að samræma skuli starfsdaga skóla innan byggðarkjarna.

5.Fréttabréf grunnskóla 2013 - 2013020004

Lagt fram fréttabréf fyrir apríl frá Grunnskólanum á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?