Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Bjork Jóhannsdóttir, fulltrúi stjórnenda og Sonja Sigurgeirsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna.
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.
2.Ytra mat á grunnskólanum á Þingeyri og grunnskóla Önundarfjarðar 2019 - 2019070017
Lögð fram umbótaáætlun frá grunnskólanum á Þingeyri þar sem kynnt er hver staðan er á vinnu við umbætur vegna ytra mats Menntamálastofnunar skólaárið 2018-2019
Lagt fram til kynningar.
3.Ytra mat á leikskólunum Grænagarði og Laufási - 2019070007
Lögð fram umbótaáætlun frá leikskólanum Laufási á Þingeyri þar sem kynnt er hver staðan er á vinnu við umbætur vegna ytra mats Menntamálastofnunar skólaárið 2018-2019
Lagt fram til kynningar.
4.Leiðbeinandi álit - tvöföld skólavist barns í leik- og grunnskóla - 2019100022
Lögð fram drög að verklagsreglum er varðar tvöfalda skólavist barna í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.
5.Áhættumat og viðbrögð við hótunum og ofbeldi í skólum - 2020020018
Lagt fram nýtt áhættumat og viðbrögð við hótunum og ofbeldi í skólum sem vinnuumhverfisnefnd Kennarasambands Íslands hefur þýtt og staðfært frá Branchefællesskaber for Arbejdsmiljø (BFA) í Danmörku, sem ætlað eru til þess að efla öryggismenningu í skólum og draga úr áhættuþáttum eins og ofbeldi.
Lagt fram til kynningar.
6.Verklag í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar vegna óveðurs og ófærðar - 2020020016
Lögð fram drög að verklagi í leik- og grunnskólum ísafjarðarbæjar vegna óveðurs og ófærðar.
Lagt fram til kynningar.
7.Skóladagatöl skólaárið 2019-2020 - 2019040008
Lagt fram minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa er varðar ósk frá leikskólunum Sólborg og Eyrarskjóli um breytingar á skóladagatali 2019-2020.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna.
8.Heimgreiðslur til foreldra sem ekki hafa fengið úthlutað leikskólaplássi - 2020020017
Kynnt drög að reglum er varða heimgreiðslur til foreldra barna sem ekki hafa fengið úthlutað leikskólaplássi.
Lagt fram til kynningar, fræðslunefnd felur starfsmönnum skólasviðs að gera nánari kostnaðargreiningu á málinu.
Fundi slitið - kl. 09:05.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?