Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
412. fundur 23. janúar 2020 kl. 08:10 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi stjórnenda,Erna Sigrún Jónsdóttir, fulltrúar kennara
Áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Bjork Jóhannsdóttir, fulltrúi stjórnenda, María B. Davíðsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Sonja Sigurgeirsdóttir; fulltrúi foreldra.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Samræmd próf 2019 - 2019120033

Kynntar helstu niðurstöður samræmdra könnunarprófa í grunnskólum Ísafjarðarbæjar haust 2019.
Lagt fram til kynningar. Ákveðið að starfsmenn skólasviðs fylgi eftir framgangi umbótaáætlunar hvers skóla og skili til fræðslunefndar í marsmánuði.

3.PISA niðurstöður 2018 - 2019120032

Kynntar niðurstöður úr PISA könnun sem gerð var skólaárið 2018-2019 og birtar voru 6. desember sl.
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar óskað eftir rökstuðningi Menntamálastofnunar hvers vegna ekki er hægt að skila Ísafjarðarbæ niðurstöðum úr PISA könnun sem lögð var fyrir nemendur árið 2018. Ef sveitafélagið á ekki að fá þessar niðurstöður er eðlilegt að velta tilgangi með þátttöku fyrir sér.

4.Dagvistarmál í Skutulsfirði 2020 - 2020010058

Kynnt minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa um stöðu biðlista eftir leiskólavist í Skutulsfirði 2020.
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að starfsmenn skólasviðs skoði reglur er varða heimgreiðslur til foreldra og leggi fram drög að reglum fyrir Ísafjarðarbæ á næsta fundi fræðslunefndar.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?