Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.
2.Birting fylgiskjala fundargerða á vef Ísafjarðarbæjar - verklagsreglur 2018 - 2018100068
Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari, mætir til fundar til að ræða birtingu fylgiskjala með fundargerðum.
Umræður fóru fram.
Gestir
- Þórdís Sif Sigurðardóttir - mæting: 08:47
3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 25. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál. Umsagnarfrestur er til 15. nóvember nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1080. fundi sínum 28. október sl. og vísaði því til umsagnar í fræðslunefnd.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1080. fundi sínum 28. október sl. og vísaði því til umsagnar í fræðslunefnd.
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar fagnar að þetta frumvarp sé komið fram, enda hefur Ísafjarðarbær viðhaft þetta verklag síðustu ár. Það skal þó tekið fram að þegar ríkið setur lög sem hafa íþyngjandi áhrif á rekstur sveitarfélaga þá ætti almennt að fylgja með fjármagn.
4.Ytra mat á leikskólunum Grænagarði og Laufási - 2019070007
Lögð fram umbótaáætlun leikskólans Grænagarðs á Flateyri vegna ytra mats sem unnið var á vegum Menntamálastofnunnar fyrir mennta- og menningamálaráðuneytið og Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.
5.Skóladagatöl skólaárið 2019-2020 - 2019040008
Lagt fram nýtt leikskóladagatal fyrir leikskólann Laufás Þingeyri.
Lagt fram til kynningar.
6.Leikskólamál í Skutulsfirði - 2017050131
Lagt fram minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa er varðar biðlista eftir leikskólavist á leikskólunum í Skutulsfirði.
Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með að þann 1. nóvember sé ekkert barn eldra en 13 mánaða á biðlista eftir leikskólavist í Ísafjarðarbæ.
Fundi slitið.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Ingibjörg Einarsdóttir, fulltrúi stjórnenda og Jóna Lind Kristjánsdóttir, fulltrúi starfsmanna.