Fjallskilanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
18. fundur 22. apríl 2025 kl. 15:00 - 15:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Bernharður Guðmundsson aðalmaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson aðalmaður
  • Helga Guðný Kristjánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyþór Guðmundsson
Fundargerð ritaði: Eyþór Guðmundsson deildarstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Fjallskil 2024 - 2024080025

Lagður fram tölvupóstur frá Matvælastofnun, þar sem farið er fram á það að öllu fé sem gengur úti við Dýrafjörð í Skagahlíðum og Gerðhamradal verði smalað og að það sé komið innan girðingar strax eftir páska.
Nefndin tekur undir kröfur mast um brugðist verði við sem fyrst með tilliti til mannafla og verðufars.

2.Fjallskil 2024 - 2024080025

Kosning leitarstjóra.



Fyrrum leitarstjóri var Arna Lára Jónsdóttir, en hún lét að störfum um síðustu áramót og í ljósi þessa þarf að skipa nýjan leitarstjóra í Skagahlíðum og Gerðhamradal. Leitarstjóri ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd leitarstarfs í samráði við fjallskilastjóra og hlutaðeigandi björgunarsveitir ef við á.
Nefndin tilnefnir Bernharð Guðmundsson sem leitarstjóra. Leitarstjóri ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd leitarstarfs í samráði við fjallskilastjóra og hlutaðeigandi björgunarsveitir ef við á.

Fundi slitið - kl. 15:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?