Verkefnahópur um Byggðasamlag Vestfjarða - 2. fundur - 17. janúar 2011

Mætt voru til fundar;

Arnheiður Jónsdóttir, verkefnastjóri Byggðasamlags Vestfjarða (í síma)

Elsa Reimarsdóttir, félagsmálastjóri, Vestur Barðastrandasýslu (í síma)

Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri, félagsþjónustu við Djúp (í síma).

Margrét Geirsdóttir, félagsmálastjóri, Ísafjarðarbæjar (í síma)

 

Formaður verkefnishóp tilkynnti að Hildur Jakobína Gísladóttir, væntanlegur félagsmálastjóri, Strandasýslu og Reykhólahrepps hefði boðað forföll.

 

Auk þess sat Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri fundinn og ritaði einnig fundargerð.

 

Gengið til dagskrá;

 

1. Fjárhagsáætlun

Formaður kynnti tillögur að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 á grunni umræðu fundar verkefnishóps þann 6. janúar s.l..  Formaður kynnti forsendur áætlunarinnar. Heildarframlög til BSVest samkvæmt ramma fjárlaga 2011 nema 220,1 mkr. Hafa framlög til málaflokksins lækkað 3,8 % frá fyrra ári eða 8,8 mkr, miðað við rekstur málaflokksins að hálfu Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vestfjörðum. Að hálfu skrifstofunnar var gerð tillaga um að mæta þessum samdrætti með hagræðingu í stjórnun og millifærslu á milli rekstrarliða þjónustuþátta.  Tillagan fól einnig í sér að nýta rekstarafgang fyrri ára til að mæta þessari hagræðingu. 

 

Verkefnahópur telur að fjárhagsáætlun BSVest verði í upphafi starfsemi þess, að taka mið af áætlun svæðisskrifstofu. Samtímis er ljóst að áætlunina þarf að byggja upp á annan hátt þegar reynsla er komin á rekstur félagsþjónustusvæða t.d. á næstu 3 – 5 mánuðum.  Í þeim efnum þarf að leggja til grundvallar þjónustustig og gæði þjónustu. Meta æskilegt hlutfall stjórnunar og sveigjanleika, til að geta mætt verkefnum sem ekki gera boð á undan sér innan félagsþjónustusvæðis eða breytinga í búsetuþróun á milli svæða. 

 

Það er mat verkefnahóps að fyrirliggjandi áætlun gefi lítið svigrúm til framangreindra atriða. Leita þarf aukins fjármagns og benda má á tvær leiðir í þeim efnum. Annars vegar að gera kröfu á að fá rekstarafgang svæðisskrifstofu fyrri ára til ráðstöfunar á þessu ári.  Hér er um að ræða fjármuni sem hafa verið veittir til málaflokks fatlaðs fólks á Vestfjörðum, en hafa ekki verið nýttir til fulls. Hinsvegar að sækja um aukið fjármagn úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, því fyrirsjáanlegar eru allmiklar breytingar á  þjónustu

í búsetueiningum á Ísafirði sem kallar á meira fjármagn . Að auki verði að sækja fjármagn vegna útlags kostnaðar sveitarfélaga við undirbúnings að stofnun samlagsins.

 

Verkefnisstjórn telur að þetta kalli því á fyrirvara sveitarfélaga gagnvart framkvæmd mála. Endanlegt fyrirkomulag verði byggt á endurskoðun fjárhagsáætlunar eftir þrjá til fimm mánuði.

 

 

2. þjónustusamningar.

Formanni falið að útfæra þjónustusamninga við félagsþjónustusvæði sveitarfélaga í samræmi við niðurstöðu fjárhagsáætlunar .

 

3.         Önnur mál

a.         Kynnt tillaga af fundi stjórnar BSVest þann 10. Janúar  s.l.  að tekin verði upp sú vinnuregla að fundargerðir verkefnishóps verði afhentar félagsmálastjóra viðkomandi félagsþjónustusvæðis sem leggi þær fyrir félagsmálanefndir viðkomandi sveitarfélaga.  Verkefnahópur samþykkir þessa vinnureglu.

 

b.         Verkefnastjóra falið að senda framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu skriflega beiðni um rekstur ársins 2010, upplýsingar verði nýttar til við endurskoðuna fjárhagsáætlunar ársins 2011.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 16.15

 

Arnheiður Jónsdóttir
Elsa Reimarsdóttir 

Guðný Hildur Magnúsdóttir
Margrét Geirsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?