Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 35. fundur - 11. október 2016
Dagskrá:
1. |
Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047 |
|
Gjaldskrár lagðar fram. |
||
Umhverfisnefnd leggur til að sorpgjöld verði hækkuð, vegna kostnaðar við sorpförgun, þannig að málaflokkurinn verði ekki rekinn með eins miklum halla, nefndin leggur til að gjöld á sorphirðun og förgun í þéttbýli hækki úr kr. 40.558 í kr. 46.642 á ári, gjöld á sorpförgun í dreifbýli hækki úr kr. 27.554 í kr. 31.687 á ári og gjöld á sumarbústaði og íbúðarhúsnæði með takmarkaða íveru vegna snjóflóðahættu hækki úr kr. 13.653 í kr.15.700 á ári. Umhverfisnefnd leggur til að aðrar gjaldskrár hækki í samræmi við verðlagsþróun. |
||
|
||
2. |
Númeralausar bifreiðar 2016-2017 - 2016020029 |
|
Lagt fram drög af gjaldskrá fyrir meðhöndlun á númeralausum bílum. |
||
Umhverfisnefnd styður gjaldskrá vegna númeralausra bifreiða og bendir á mikilvægi þess að gjald vegna flutnings á ökutækjum í geymsluport verði raunkostnaður. |
||
|
||
3. |
Framkvæmdaráætlun fyrir Dynjanda til ársins 2020 - 2016100008 |
|
Lagt fram framkvæmdaráætlun fyrir Dynjanda til ársins 2020 sent frá Umhverfisstofnun dags. 5.10.2016. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
Þingeyri, könnun og hönnun sumarið 2016, ítalir - 2016090041 |
|
Lagt fram til kynningar "Þingeyri Project- An integrated bottom-up project proposal to make Þingeyri relevant in the future" skýrslu frá ítölskum landslagsarkitektum Plan D; M. Francesca Adamo, Marco Cibrario, Elisa Sarasso, Andrea G. Stralla |
||
Umhverfisnefnd fagnar verkefninu og leggur til að skýrslan verði kynnt íbúasamtökum Þingeyrar. |
||
|
||
5. |
Fráveitu og rotþrær - 2016040069 |
|
Lagt fram samþykkt um fráveitu. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15
Gunnar Jónsson |
|
Jóna Símonía Bjarnadóttir |
Jónas Þór Birgisson |
|
Helga Dóra Kristjánsdóttir |
Gísli Elís Úlfarsson |
|
Ralf Trylla |
Brynjar Þór Jónasson |
|
|