Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 23. fundur - 10. desember 2015
Dagskrá:
1. |
Tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ 2016 - 2015080043 |
|
1) Endurskoðun rekstrarforms tjaldsvæða í sveitarfélaginu. |
||
Nefndin telur eðlilegt að Umhverfisstofnun verði boðin salerni í eigu Ísafjarðarbæjar til afnota þar til stofnunin hefur komið upp eigin salernum, gegn því að hún sjái alfarið um rekstur og viðhald þeirra á næsta ári. Umhverfis- og framkvæmdanefnd setur sig ekki upp á móti gjaldtöku fyrir veitta þjónustu á svæðinu. Nefndin felur starfsmanni sínum að svara erindi Umhverfisstofnunar í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
2. |
Endurskoðun erindisbréfa - 2012110034 |
|
Lögð fram tillaga upplýsingafulltrúa um breytingu erindisbréfs nefndarinnar og bæjarmálasamþykktar. Lögð fram drög að erindisbréfi fjallskilanefndar. |
||
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillögurnar verði samþykktar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. |
||
|
||
3. |
Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ. - 2011110042 |
|
Lögð fram tillaga tæknideildar Ísafjarðarbæjar um breytingar á snjómokstursreglum. |
||
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar tillögunum til bæjarstjórnar og leggur til að þær verði samþykktar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30
Nanný Arna Guðmundsdóttir |
|
Lína Björg Tryggvadóttir |
Kristín Hálfdánsdóttir |
|
Helga Dóra Kristjánsdóttir |
Gísli Elís Úlfarsson |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Brynjar Þór Jónasson |
|
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson |
Ralf Trylla |
|
|