Þjónustuhópur aldraðra - 72. fundur - 17. janúar 2012
Árið 2013, fimmtudaginn 17. janúar kl. 14:30 kom þjónustuhópur aldraðra saman á fjölskyldusviði Ísafjarðarbæjar. Mætt voru: Rannveig Þorvaldsdóttir, formaður, Helgi Sigmundsson, Halldór Hermannsson, Rannveig Björnsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir. Guðmundur Hagalínsson komst ekki til fundar. Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
- 1. Þjónusta við aldraða í Ísafjarðarbæ. 2012-01-0003.
Rætt um stefnumótun í málaflokknum og formanni þjónustuhóps falið að taka málið til umfjöllunar í félagsmálanefnd.
- 2. Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis, fundargerðir 22. og 23. fundar. 2010-07-0042.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar og umræður.
Halldór Hermannsson vék af fundi eftir 1. og 2. lið dagskrár.
- 3. Trúnaðarmál.
Fjögur trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók þjónustuhóps aldraðra.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:00.
Helgi K. Sigmundsson
Rannveig Björnsdóttir
Rannveig Þorvaldsdóttir
Halldór Hermannsson
Sædís María Jónatansdóttir