Þjónustuhópur aldraðra - 63. fundur - 9. júní 2010
Mætt voru: Rannveig Þorvaldsdóttir formaður, Halldóra Hreinsdóttir, Geirþrúður Charlesdóttir og
Sædís María Jónatansdóttir sem ritaði fundargerð. Helgi Sigmundsson boðaði forföll og enginn mætti í hans stað.
Þetta var gert:
Lögð fram til kynningar umsókn Ísafjarðarbæjar til Félags- og tryggingamálaráðuneytisins um fjölgun dagdeildarplássa fyrir aldraða. Í umsókn er þess óskað að almennum dagdeildarplássum fyrir aldraða verði fjölgað úr átta í tíu og jafnframt er óskað eftir rekstrarheimild til opnunar á þremur dagdeildarplássum fyrir heilabilaða. Þjónustuhópur aldraðra á Ísafirði telur mjög brýnt að erindið verði samþykkt einkum í ljósi þess að ekki er hjúkrunarheimili á Ísafirði.
3. Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók þjónustuhóps aldraðra.
Geirþrúður Charlesdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:15
Rannveig Þorvaldsdóttir, formaður
Halldóra Hreinsdóttir.
Sædís María Jónatansdóttir.
Geirþrúður Charlesdóttir.